A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
23.05.2017 - 06:37 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

23. maí 1965 - Danir samþykktu að afhenda íslensku handritin

Þinghhúsið í Kaupmannahöfn - Christiansborg.
Þinghhúsið í Kaupmannahöfn - Christiansborg.
« 1 af 2 »

Þann 23. maí 1965 samþykktu Danir að afhenda íslensku handritin, sem lengi höfðu verið bitbein þjóðanna.

 

21. apríl 1971

Danska eftirlitsskipið Vædderen lagðist að hafnarbakkanum framan við Hafnarhúsið í Reykjavík kl. 11.00 þann 21. apríl 1971 og hafði innanborðs Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu.

Varðskipið Ægir sigldi til móts við eftirlitsskipið deginum áður og fylgir því til hafnar. Lúðrasveit Reykjavíkur hóf Ieik á hafnarbakkanum kl. 10,30, en skátar og lögreglumenn stáðu heiðursvörð.

Meðal viðstaddra, er skipið lagðist að bryggju, voru ríkisstjórn Íslands, forseti sameinaðs Alþingis, forseti Hæstaréttar, sendiherra Dana, núverandi og fyrrverandi sendiherrar  Íslands í Danmörku, borgarstjórinn í Reykjavík, og ýmsir embættismenn.

Forsætisráðherra íslands, Jóhann  Hafstein og Paul Hartling utanríkisráðherra Danmerknr fluttu  ávörp á hafnarbakkanum, en formleg afhending handritanna fór fram síðdegis í Háskólabíói. Meðal gesta við afhendinguna voru forsetahjónin.

Útvarpað og sjónvarpað var beint frá hafnarbakkanum og útvarpað frá Háskólabíói. Vinna var víða felld niður frá kl. 10,30 til hádegis og kennsla felld niður í skólum um allt land. Um kvöldið efndi ríkisstjórnin til veislu að Hótel Borg.

Morgunblaðið.


 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30