A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
Elín Guðný Bjarnadóttir frá Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði og Jón Baldursson frá Patreksfirði.
Elín Guðný Bjarnadóttir frá Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði og Jón Baldursson frá Patreksfirði.
Jón fæddist við Kaplaskjólsveg í Reykjavík á Þorláksmessu 1954 en ólst upp við Langholtsveg og í Goðheimum: „Maður var svo alltaf í sveit á sumrin á meðan aðrir strákar voru að sparka bolta í bænum. Þetta skýrir fótboltagetuna. Ég var á Grund á Fellsströnd í fimm sumur, í Húsavík eystri í tvö sumur og í Knarrarhöfn í Hvammsveit eitt sumar. Síðar stundaði ég sjómennsku á skólaárunum í tvö sumur, frá Hafnarfirði og Súgandafirði.“

Jón gekk í Vogaskóla og lauk síðar sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann er viðurkenndur bókari frá HR árið 2006.

Jón starfaði við prentiðn í 11 ár á tveimur stöðum en hjá fimm fyrirtækjum. Hann var framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands í eitt ár en hefur síðan sinnt skrifstofustörfum hjá Flugleiðum og Icelandair Cargo í þrjá áratugi: „Hjá þessum fyrirtækjum hef ég unnið að spennandi verkefnum með góðu fólki. Líklega væri hægt að skrifa heilu bækurnar um þá gífurlegu framþróun sem þar hefur átt sér stað á mínum starfstíma.“

Jón var formaður Bridgefélags Ásanna í eitt ár, sat í Stjórn Bridgefélags Reykjavíkur í fimm ár og í stjórn Bridgesambands Íslands í sex ár. Hann var yfirumsjónarmaður getraunadeildar BSÍ í 25 ár, sat í stjórn og var formaður Golfklúbbs Flugleiða í fimm ár og hefur verið formaður JB Run frá upphafi.

Jón var þjálfari yngra landsliðs BSÍ árin 1982 og 1989, er heiðursfélagi í Bridgefélagi Reykjavíkur, er með 15,6 í forgjöf í golfi og vann í ár BB Invitational. Hann varð Íslandsmeistari í Mind Games 2011.

 

Úr skákinni yfir í bridge

Jón er meira en liðtækur í skák: „Ég tefldi mikið og lá yfir skák á árunum 1967-72. Ég endaði ferilinn í meistaraflokki með tæp 1.900 stig en hætti síðan að tefla eftir heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík og sneri mér þá að bridge.“

Jón er án efa fræknasti bridgespilari Íslendinga fyrr og síðar. Hann hefur orðið oftast allra Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge eða 13 sinnum, Íslandsmeistari í tvímenningskeppni fimm sinnum og hefur fjórum sinnum unnið hvoru tveggja, tvímenning og sveitakeppni Bridgehátíðar Flugleiða. Hann varð Norðurlandameistari 1988, 1994 og 2013.

Jón spilaði fyrst með landsliði Íslands í bridge árið 1975 og hefur síðan spilað u.þ.b. 600 landsleiki. Hann vann Generali master, óopinbera heimsmeistarakeppni í einmenningi, árið 1994, vann Transnational sveitakeppni, óopinbera heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki, árið 1996, hefur tvisvar orðið Norður-Ameríkumeistari og varð heimsmeistari í bridge er íslenska sveitin vann Bermuda Bowl, eða heimsmeistaratitilinn í bridge árið 1991.

 

Fjölskylda

Jón kvæntist 27.8. 1983 Elínu Guðnýju Bjarnadóttur, f. 3.1. 1956, þjónustufulltrúa hjá Motus. Foreldrar hennar: Bjarni Kristjánsson, f. 19.11. 1934, fyrrv. bóndi í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði, nú búsettur á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar, og Marý Karlsdóttir, f. 20.10. 1935, d. 31.3. 2012, húsfreyja.

Börn Jóns og Elínar eru Ragnheiður Ragnarsdóttir, f. 13.8. 1974, kennari á Selfossi (stjúpdóttir Jóns), sambýlismaður hennar er Guðmundur Þór Gunnarsson iðnaðartæknifræðingur, börn þeirra: Elínborg, f. 2003, og Kristín, f. 2006; Jón Bjarni Jónsson, f. 8.8. 1985, rafvirki hjá Hljóðx, búsettur í Reykjavík; Magni Rafn Jónsson, f. 1.5. 1987, rafvirki hjá Raftíðni, búsettur í Hafnarfirði, kona hans er Hugrún Ösp Ingibjartsdóttir háskólanemi, börn þeirra: Klara Dís, f. 2011, og Bjarmi Rafn, f. 2013.

Systkini Jóns eru Hafliði, f. 29.10. 1944, fyrrv. skipstjóri og nú framkvæmdastjóri Körfubergs í Reykjavík; Brynja, 24.12. 1946, ritari ríkisendurskoðanda í Reykjavík; Guðmundur Ólafur, f. 19.9. 1949, framkvæmdastjóri Logoflex í Reykjavík; Halldóra, f. 22.12. 1952, talmeinafræðingur á Eskifirði, og Baldur, f. 2.1. 1957, d. 21.12. 1979.

Foreldrar Jóns voru Baldur Guðmundsson, f. 14.5. 1911, d. 14.8. 1989, útgerðarmaður og vélstjóri á Patreksfirði og í Reykjavík, og Magnea Guðrún Rafn Jónsdóttir, f. 3.3. 1923, d. 8.6. 1981, húsfreyja á Patreksfirði og í Reykjavík.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 23. desember 2014

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30