A A A
23.04.2017 - 08:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

23. apríl - alþjóðlegur dagur bókarinnar

Hjónin Auður og Halldór Laxness.
Hjónin Auður og Halldór Laxness.
« 1 af 2 »

Dagur bókarinnar er 23. apríl en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því að gera þennan dag að alþjóðadegi bóka.

Ástæðan fyrir valinu er að 23. apríl, messa heilags Georgs, hefur um langa hríð verið dagur bókarinnar í Katalóníu og bóksalar Barcelóna jafnan gefið rós eða önnur blóm með hverri seldri bók þennan dag.

Svo vill til að þessi dagur er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda. Dagurinn er fæðingardagur Halldórs Laxness 1902 (lést 8. febrúar 1998) og dánardagur Williams Shakespeare 1623 og Miguel de Cervantes 1616 sem var spænskur leikritahöfundur og ljóðskáld.

Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir. 

Vestfirska forlagið sendir bókafólki bestu kveðjur í tilefni dagsins og þakkar sínu bókafólki sem og öðrum farsæla samleið á þeim tæpa aldarfjórðungi sem Vestfirska forlagið hefur gefið út bækur en þær telja rúmlaga 300 alls. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31