01.10.2015 - 11:32 | Morgunblaðið,BIB
1. október 1846 - Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)
Þann 1. október 1846 var hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum.
Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Flutningur skólans „átti drjúgan þátt í að breyta Reykjavík úr hálfdönsku sjávarkauptúni í alíslenskan kaupstað,“ að mati Jóns Helgasonar biskups.
Meðal rektora Hins lærða skóla var Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var rektor 1869 - 1872. Jens Sigurðsson var árið 1852 fyrsti kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri sem er elsti barnaskóli Íslands.
Rektorar Hins lærða skóla frá 1846
- 1846-1851: Sveinbjörn Egilsson
- 1851-1869: Bjarni Jónsson
- 1869-1872: Jens Sigurðsson
- 1872-1895: Jón Þorkelsson
- 1895-1904: Björn M. Ólsen
- 1904-1913: Steingrímur Thorsteinsson
- 1913-1928: Geir Zoëga
- 1928-1929: Þorleifur H. Bjarnason
- 1929-1956: Pálmi Hannesson
- 1956-1965: Kristinn Ármannsson
- 1965-1970: Einar Magnússon
- 1970-1995: Guðni Guðmundsson
- 1995-2001: Ragnheiður Torfadóttir
- 2001-2012: Yngvi Pétursson
- 2012-2013: Linda Rós Michaelsdóttir
- 2013-: Yngvi Pétursson
Morgunblaðið fimmtudagurinn 1. október 2015 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.