19.08.2017 - 20:47 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason
19. ágúst 2017 - Kristinn H. Gunnarsson er 65 ára
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi og Norðvesturkjördæmi, fæddist 19. ágúst 1952.
Hann er því 65 ára gamall í dag.
Kristinn hóf stjórnmálaferil sinn í Alþýðubandalaginu. Hann var fyrir flokkinn í bæjarstjórn Bolungarvíkur á árunum 1982 til ársins 1998. Hann var kjörinn þingmaður Vestfjarðakjördæmis fyrir Alþýðubandalagið árið 1991.
Árið 1998 sagði hann skilið við Alþýðubandalagið, gekk í Framsóknarflokkinn og náði kjöri í kosningum 1999. Síðar gekk hann til liðs við Frjálslynda flokkinn.
Kristinn hætti á þingi árið 2009.
Kristinn er ritstjóri hérasfréttablaðsins Vestfirðir.
Fréttablaðið 19. ágúst 2017.