A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
06.10.2016 - 21:13 | Ferðamálastofa,Vestfirska forlagið

175 ÞÚSUND FERÐAMENN Í SEPTEMBER

Um 175 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 52 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 42,5% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga en mikil aukning hefur mælst alla mánuði ársins milli ára eða 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar, 38,1% í mars, 32,5% í apríl, 36,5% í maí, 35,8% í júní, 30,6% í júlí og 27,5% í ágúst. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,3 milljón eða 33,9% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til september árið 2015.

Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Bretar 45% í september

Um 71% ferðamanna í nýliðnum september voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 25,9% af heildarfjölda en næstir komu Þjóðverjar (9,6%) og Bretar (9,3%). Þar á eftir fylgdu Kanadamenn (6,2%), Frakkar (4,1%), Kínverjar (3,5%), Svíar (3,3%), Danir (3,0%), Spánverjar (2,9%) og Norðmenn (2,9%).

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í september eða um 17.400 manns. Um er að ræða 62,2% aukningu frá því í september árið 2015. Kanadamönnum fjölgaði um fjögur þúsund manns í september (60,2% aukning milli ára) og svipuð fjölgun var frá Þýskalandi (32,5% aukning). Bretum fjölgaði um 3.600 (28,4% aukning), Svíum um 2.400 (28,3%) og Frökkum um 2.100 (42% aukning). Þessar sex þjóðir báru uppi 64,5% af aukningu ferðamanna milli ára í september.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31