A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
09.01.2019 - 09:31 |

15% fjölgun íbúa á Þingeyri

Þingeyri
Þingeyri

Viðbót, 14. janúar: Við höfum fengið ábendingu þess efnis að rökstuddur grunur sé um að þessar tölur séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Takið því vinsamlegast eftirfarandi frétt með fyrirvara.

Sagt var frá því á héraðsfréttamiðlinum Bæjarins Besta að Vestfirðingum hafi fjölgað um 1% á árinu 2018 og er íbúafjöldi fjórðungsins kominn yfir 7000. Mest varð fjölgunin í Ísafjarðarbæ. þar fjölgaði íbúum um 91. Næstmest fjölgun varð í Tálknafjarðarhreppi, en þar fjölgaði um 14 manns. Þá fjölgaði um 8 manns í Bolungavík og líka í Súðavík.

Þetta eru auðvitað ánægjulegar fréttir, en stóru fréttirnar hljóta að vera þær að sé litið til einstakra þéttbýlisstaða varð fjölgunin mest á Þingeyri árið 2018, sé að marka frétt Bæjarins Besta. íbúum á Þingeyri virðast hafa fjölgað úr 244 í 281, en samkvæmt reiknimeisturum þýðir það að það var hvorki meira né minna en 15% fjölgun.

Ekki fjölgaði alls staðar í fjórðungnum, en í Vesturbyggð fækkaði um 26 manns og um 16 manns í Reykhólahreppi.  Fækkun varð í öllum sveitarfélögum í Strandasýslum. íbúum fækkaði þar um 11 manns og eru íbúar sýslunnar nú 592.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30