12.05.2015 - 22:43 | Morgunblaðið,BIB
12. maí 1926 - lög um sérleyfi að virkja Dynjandisá
Alþingi samþykkti lög þann 12. maí 1926 um að heimila ráðherra að veita dönskum félögum sérleyfi í sextíu ár til að virkja Dynjandisá og önnur fallvötn í Arnarfirði.
Rúmum aldarfjórðungi síðar var Rafmagnsveitum ríkisins heimilað að virkja Dynjandisá eða Mjólká.
Mjólkárvirkjun var tekin í notkun sumarið 1958.
Morgunblaðið 12. maí 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.