A A A
29.05.2017 - 07:45 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy • Næstyngsti forseti í sögu Bandaríkjanna

John F. Kennedy (1917 - 1963).
John F. Kennedy (1917 - 1963).

Í dag, 29. maí 2017,  eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kenn­e­dy sem gegndi embætti for­seta Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1961-1963. Kenn­e­dy var kjör­inn 35. for­seti Banda­ríkj­anna og varð um leið næstyngsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna þegar hann hafði bet­ur gegn re­públi­kan­an­um Rich­ard M. Nixon.

Áður hafði Kenn­e­dy setið í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir hönd Massachusetts-rík­is. Þrátt fyr­ir að skil­greina sig sem demó­krata var eitt helsta stefnu­mál hans lækk­un skatta. Hann taldi að með skatta­lækk­un­um mætti örva hag­vöxt.

Árið 1963 lagði hann fram til­lögu um að efri mörk tekju­skatts yrðu lækkuð úr 91% í 65% og fyr­ir­tækja­skatt­ur yrði lækkaður úr 52% í 47%. Síðar sama ár jókst hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um, re­públi­kan­ar og demó­krat­ar töldu þó að án þess að minnka út­gjöld á móti væri óá­sætt­an­legt að lækka skatta. Kenn­e­dy var ósam­mála og taldi að áfram­hald­andi aukn­um hag­vexti yrði ekki náð án þess að lækka skatta.

Í ág­úst 1963 var til­laga Kenn­e­dys samþykkt og var for­set­inn sann­færður um að þetta væri rétt leið í átt að minna at­vinnu­leysi og skuld­setn­ingu. Þrátt fyr­ir lækk­un skatta á bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tæki juk­ust skatt­tekj­ur rík­is­ins um tæpa 60 millj­arða banda­ríkja­doll­ara frá ár­inu 1961 til árs­ins 1968.

For­setatíð Kenn­e­dys tók skyndi­leg­an enda 22. nóv­em­ber 1963 þegar hann var skot­inn til bana á ferð sinni um Dallas í Texas-ríki.

Hans verður minnst víðsveg­ar um Banda­rík­in í dag.

 

Morgunblaðið.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31