A A A
16.12.2014 - 11:38 | BIB,skutull.is

-Vindur í seglum II- komin í dreifingu og sölu

-Vindur í seglum II- eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing á Ísafirði.
-Vindur í seglum II- eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing á Ísafirði.
« 1 af 2 »

Vindur í seglum II, annað bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing er komin út. Undirtitill bókarinnar er Strandir og firðir 1931-1970. Í bókinni segir frá verkafólki við sjóinn, samtökum þess og samfélagi á Vestfjörðum. Fjallað er um tólf verkalýðsfélög í jafnmörgum byggðarlögum þar sem verkalýðshreyfingin náði fótfestu og verkafólk og sjómenn fengu í fyrsta sinn tækifæri til að hafa áhrif á kjör sín og afkomu. Sögusviðið bókarinnar nær frá Súgandafirði vestur til Patreksfjarðar, suður í Flatey á Breiðafirði og frá Borðeyri og norður um Strandasýslu til Djúpuvíkur. Alþýðusamband Vestfjarða er útgefandi.

Barátta verkafólks fyrir bættum kjörum á fyrri hluta 20. aldar gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Hér koma við sögu átök við atvinnurekendur, innri deilur í verkalýðshreyfingunni og pólitískar væringar. Um leið er lýst þróun atvinnuhátta og samfélags í byggðum Vestfjarða á 20. öld. Fyrsta bindi verksins kom út árið 2011 og fjallaði um tímablilið 1890-1930. Alþýðusamband Vestfjarða gefur bókina út. Vindur í seglum II er 540 baðsíður, prýdd ríflega 200 ljósmyndum. Bókin er komin í sölu á Reykjavíkursvæðinu og víðar. Hún fæst jafnframt hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga á Ísafirði og Patreksfirði, pöntunarsíminn er 456-5190.

Ef bækurnar eru keyptar á skrifstofum félagsins er verð á nýju bókinni kr. 5.900. Verð á fysta bindi er kr. 4.000. Ef báðar bækurnar eru keyptar saman býðst sérstakt jólatilboð kr. 8.900.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30