A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
29.04.2015 - 16:47 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

-Sókrates var stórmenni-

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 5 »

Við lágum í kojum okkar og létum líða úr okkur eftir kvöldmatinn, múrarasveinarnir sem unnum á Núpi þetta sumar,ég og Dýrfirðingarnir Gunnar frá Kirkjubóli og Kristján frá Bakka og ræddum saman, í hálfkæring og flugu glósurnar á milli.

Meistari vor, Gunnar í Hlíð lá með hendur krosslagðar á brjósti, mælti ekki orð þangað til hann sest upp í kojunni og segir með áherslu í rómnum: " Sókrates var stórmenni" og hallar sér útaf aftur--ekki orð meir.

Þögn sló á ábyrgðarlausa múrarasveina við þessar upplýsingar. Hlógum ekki fyrr en löngu seinna.


Emil Ragnar Hjartarson á Facebook 29. apríl 2015.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30