A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
04.01.2013 - 17:51

Að heiman - Sigurða Kristín

Mynd af facebook
Mynd af facebook

Sigurða Kristín Leifsdóttir heiti ég og er fædd þann 23.maí 1984 í Reykjavík. Nær alla mína barnæsku ólst ég upp á Þingeyri en flutti svo þaðan þegar ég var 17 ára. En ég fór ekki langt heldur aðeins yfir á Ísafjörð, þar sem ég bý núna. Í millitíðinni sótti ég nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2009. Manninum mínum kynntist ég á Patreksfirði árið 2005, en hann er einmitt þaðan. Við eigum saman tvær dætur, sú eldri heitir Sandra Lovísa fædd 2009 og sú yngri heitir Sigurða Kristey fædd 2010. Ég hóf störf í Vínbúðinni á Ísafirði sumarið 2011 og starfa þar enn í dag.

Hverra manna ertu:
Faðir: Leifur Dagur Ingimarsson og móðir Jónína Kristín Sigurðardóttir.

• Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Ég starfa í Vínbúðinni á Ísafirði ásamt því að sinna móðurhlutverkinu sem er án efa það sem gefur lífinu lit;)

Gamalt prakkarstrik frá því í æsku?
Jahh þau eru ansi mörg og sum þeirra ekki til að tala um hér;) En það sem stendur upp úr og við vinkonurnar rifjum upp reglulega er þegar við vorum í göngu um Þingeyrina eitt sumarkvöld að þá datt okkur það í hug að fara og safna klemmum af útisnúrum í poka nokkurn sem við vorum með. Við enduðum á að fylla pokann hlægjandi og skríkjandi og talandi um það hver við héldum að yrði mest hissa og pirraður að sjá að klemmurnar væru ekki lengur á snúrunum. Við höfðum að sjálfsögðu rétt fyrir okkur, en við förum ekki nánar út í hver það var;) Tilgangurinn var alltaf að stríða pínulítið og skila klemmunum aftur, en svo liðu dagar og tvö ár þar til þeim var skilað aftur tilbúnum sem skilti sem á stóð VELKOMIN Á DÝRAFJARÐADAGA

Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég fríka út þegar ég heyri í bíflugum eða geitungum..

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?
Aldrei að vita, þó það sé ekki á planinu næstu árin;)

Áhugamál.
Fjölskyldan og vinir verða alltaf í fyrsta sæti Með því þykir mér einstaklega gaman að ferðast og fræðast um sögur og menningu hvers staðar fyrir sig. Svo hefur ljósmyndun heillað mig mikið síðustu ár.

Heimili
Í Þvergötu á Ísafirði

Lífsmottó
Að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Lifa lífinu til fulls og ekki gleyma að njóta líka.

Bestu kaupin
Nýji bíllinn- Skoda Octavia og myndavélin mín.

Verstu kaupin
Eru líklega bíómyndir sem ég hef látið eftir mér að kaupa sökum spennu, en svo hafa þær verið svo óspennandi að ég get ekki hugsað mér að horfa á þær aftur.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31