A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir

Dýrafjarðardagar 2013


Föstudagurinn 5. júlí

Stigamót í strandblaki á vellinum við Íþróttamiðstöðina. Skráning og nánari upplýsingar um tímasetningu er að finna á www.strandblak.is
Kl. 10:00 - 11:30 Morgunverðarhlaðborð á Hótel Sandafelli.
Kl. 10:00 - 20:00 Simbahöllin opin. Listsýningar. Súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira. Marokkóskur lambapottréttur í boði frá kl. 18:00.
Kl. 18:00 *Setning Dýrafjarðardaga 2013 á þaki Hljóðfærasafns Jóns á Brekkugötu 26. Bílskúrstónleikar og léttar veitingar.
Kl. 20:00 Bryggjusúpa frá Hótel Sandafelli. Sjávarréttasúpa og léttar veigar. Best að vera ótrúlega vel klædd!
Kl. 22:00 *Stuttmyndasýning í Félagsheimilinu á Þingeyri. Sýndar verða tvær myndir sem teknar hafa verið hér á Vestfjörðum. „Best of Imbinn" eftir Janus Braga Jakobsson hins vegar (sjá nánar hér) og annars vegar „Skolliales" eftir Hauk Sigurðsson en í þeirri mynd má m.a. annars rekast á Zófonías á Læk og Mýrarbændur. Myndin er tekin 2012. Nánari umfjöllun má finna hér.
Kl. 22:00 - 00:00 *Go-kart á „planinu" fyrir 12-18 ára og báta sprell í höfninni fyrir þá sem þora í sjóinn. Boðið upp á hressingu, tónlist og fjör.
Kl. 23:00 - 03:00 Simbahöllin - Gummi Hjalta spilar og syngur frá kl. 23:00. Bragðgóðir Dýrafjarðar-kokteilar í boði!


Laugardagurinn 6. júlí
Kl. 10:00 *Gengið á söguslóðir Gísla Súrssonar í Haukadal undir leiðsögn Þóris Arnar Guðmundssonar. Kjötsúpa í boði í lok ferðar.
Kl. 10:30 - 11:30 Morgunverðarhlaðborð á Hótel Sandafelli.
Kl. 10:00 - 13:00 Daggæsla á leikskólanum Laufási. Starfsfólk leikskólans býður upp á daggæslu á leikskólanum. Kostnaður er 1000 kr. á barn og innifalinn er léttur hádegisverður.
Kl. 10:00 - 18:00 Simbahöllin opin. Listsýningar. Súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira.
Kl. 11:30 Vestfjarða víkingurinn, Núpur Guesthouse.
Kl. 11:30 - 13:00 Súpa í garði - Hrunastígur og Hlíðargata. Allir velkomnir.
Kl.13:00 *Dýrafjarðardaga fótboltamót á Þingvelli. Skráning hjá Jóni Þorra á facebook eða í síma: 848-6644
Kl. 13:00 - 16:00 Vélsmiðja G.J.S opin.

Kl. 13.00 - 17.00 Í Gamla kaupfélaginu (Gramsverslun) - "Bændadagur". Bændur í héraði kynna starfsemi sína. Grillvagn Landssamtaka Sauðfjárbænda verður á staðnum. Allir velkomnir.
Kl. 14:00 - 15:00 Landsbankinn opinn - aðeins fyrir peningaúttektir.
Kl. 14:00 *Morrinn sýnir barnasýningu í Félagsheimilinu. Athugið að aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir þá sem eru ekki með armband á hátíðina.
Kl. 14:00- 15:30 Dagskrá um Kristínu Dahlstedt á Hótel Sandafelli. Sett verða upp tvö sýningarspjöld um Kristínu og Magnús Hjaltason og veitingarekstur hennar. Erindi flytja: Reynir Ingibjartsson, Auður Styrkársdóttir og Valdimar Gíslason á Mýrum. Þá verður að loknu kaffi farið í hópferð sem Valdimar leiðir. Menningarráð Vestfjarða styrkir viðburðinn. Allir velkomnir.
Kl. 14:00 - 17:00 *Sölutjald, hoppukastalar, hestar fyrir börnin, bátsferðir með Björgunarsveitinni, kajakferðir og margt fleira skemmtilegt við Íþróttamiðstöðina og smábátahöfnina.
Kl. 14:00 - 18:00 Go-kart. Verð er 2500 kr. fyrir 10 mínútur. (Opnar aftur frá kl. 21:00 - 23:00)
Kl. 15:00 *Harmonikkumúsik við sölutjald. Harmonikkukarlarnir, Lóa og Líni leika fyrir gesti sem geta stigið léttan dans.
Kl. 16:30 "Lifandi tónlist" í Hallargarðinum með hljómsveitinni Móru Feminista, flutt verða íslensk og erlend tónlist úr ýmsum áttum.
Kl. 15:30 Vestfjarðavíkingurinn, Víkingasvæðið Þingeyrarodda.
Kl. 17:00 *Kassabílarallý. Veglegir vinningar í boði fyrir þrjú efstu sætin. Þrír í liði 16 ára og yngri. Kerruhlaup á eftir, hvetjum feður jafnt sem mæður að taka þátt, og ömmu/afa!
Kl. 19:00 - 23:00 *Grillveisla og kvöldvaka á Víkingasvæðinu. Meðal þeirra sem koma fram eru Arnar Logi og Agnes, hljómsveitin Hörmung frá Ísafirði, tónlistarmaðurinn Svavar Knútur, hljómsveitin Ylja, hljómsveitin Sólon, ásamt fleirum. Einnig verða afhent hvatningaverðlaun Búnaðarsambands Vestfjarða.
Kl. 21:00 - 23:00 Go-kart. Verð er 2500 kr. fyrir 10 mínútur.
Kl. 22:00- 03:00 Simbahöllin - Barinn opinn.
Kl. 24:00 Stórdansleikur í Félagsheimilinu. Hljómsveitin Sólon leikur fyrir dansi. Aldurstakmark 18 ár, miðað er við afmælisdag. Kr. 2500.


Sunnudagurinn 7.júlí

Kl. 10:30 - 11:30 Morgunverðarhlaðborð á Hótel Sandafelli.
Kl. 10:00 - 22:00 Simbahöllin opin. Listsýningar. Súpa, kökur, belgískar vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira. Marokkóskur lambapottréttur í boði frá kl. 18.00.
Kl. 13:00 - 16:00 Vélsmiðja G.J.S opin.
Kl. 13:00-14:00 *Lautarferð í Skrúð, leiðsögn um garðinn og kaffi og með‘í í boði. Notalegt að hafa með sér teppi til að sitja á.
Kl. 14:00 - 17:00 *Sölutjald, hoppukastalar, hestar fyrir börnin, bátsferðir með Björgunarsveitinni, kajakferðir og margt fleira skemmtilegt við Íþróttamiðstöðina og smábátahöfnina.
Kl. 15-17 Kaffihlaðborð á Hótel Sandfelli.
Kl. 15:00 *Dorgveiði keppni á ytri bryggjunni.
Kl. 16:00 *Stuttmyndasýning í Félagsheimilinu á Þingeyri. Sýndar verða tvær myndir sem teknar hafa verið hér á Vestfjörðum. „Best of Imbinn" eftir Janus Braga Jakobsson hins vegar (sjá nánar hér) og annars vegar „Skolliales" eftir Hauk Sigurðsson en í þeirri mynd má m.a. annars rekast á Zófonías á Læk og Mýrarbændur. Myndin er tekin 2012. Nánari umfjöllun má finna hér.
Kl. 17:00 *Síðdegistónleikar í Þingeyrarkirkju. Ísabella Leifsdóttir syngur létt sönglög og aríur og við undirleik Tuuli Rähni píanóleikara.

Sala aðgöngumiða fer fram í Upplýsingamiðstöðinni, í sölutjaldinu á lau. og sun., og á kvöldvökunni.
Viðburðir merktir með * eru innifaldir í miðaverði Dýrafjarðardaga.
Fullorðinn: 2.900.- Barn á grunnskólaaldri: 1.500.- Barn á leikskólaaldri: ókeypis aðgangur
Dansleikur og armband: 5000.-

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30