A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
Hannibal Valdimarsson.
Hannibal Valdimarsson.
« 1 af 2 »
„Hannibal var fæddur í Arnardal við Skutilsfjörð og átti í föðurætt ættir að rekja á Norðurstrandir en móðurætt hans var úr Djúpinu. Hann var meira en meðalmaður á hæð, tággrannur ef ekki þvengmjór framan af ævi eftir myndum að dæma. Hann var vel á sig kominn líkamlega, hvikur í spori og stæltur og svo stálhraustur að enginn í fjölskyldunni minnist þess að honum hafi nokkru sinni orðið misdægurt. Hann var ákafamaður í lund og snar í snúningum. Hann gekk ekki heldur hljóp við fót því manninum lá mikið á. Lítill snáði, sem hann leiddi við hönd sér um götur Ísafjarðar, varð að vera á harðahlaupum til þess að halda í við þennan hraðskreiða kappsiglara....
Meira
03.07.2016 - 22:08 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hvað sagði Ásgeir Ásgeirsson um forsetaembættið?

Ásgeir Ásgeirsson.
Ásgeir Ásgeirsson.

Í einni af sínum stórkostlegu samtalsbókum átti Matthías Johannessen tal við Ásgeir Ásgeirsson, sem þá hafði nýlega látið af forsetaembætti. Matthías skrifar svo:


„Stundum heyrast raddir um að það ætti að spara forsetaembættið og fela t. d. forsætisráðherra störf hans. Hvað segir þú um þá tillögu?“


   „Ég á erfitt með að skilja, hvernig fráfarandi forsætisráðherra getur staðið fyrir og borið ábyrgð á myndun nýrrar stjórnar. En stjórnarmyndanir hafa oft reynzt erfiðar hér á landi og dregizt á langinn þó að ég hafi sloppið vel í því efni og ekki þurft nema einu sinni að mynda stjórn án stuðnings meirihluta Alþingis – og þó með nægu hlutleysi.

...
Meira
Kjartan Ólafsson.
Kjartan Ólafsson.
Fróðlegt og ánægjulegt var að heyra í nestor íslenskra sósíalista og fræðimanna, Kjartani Ólafssyni, í sunnudagsþætti þeirra Ævars Kjartanssonar og Jóns Ólafssonar á Rás 1 um síðustu helgi.  Maður nemur hvert orð þegar menn eins og Kjartan taka til máls. Hann fer sjaldan með fleipur. Ýmsum spurningum þeirra félaga svaraði hann á athyglisverðan hátt. Glöggt kom fram að sósíalistar voru á móti Nato og hernum, kom ekki á óvart og þurfti ekki vitna við....
Meira
10.06.2016 - 17:49 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Þáttur úr sögur Hrafnseyrar - Sigurbjörn Einarsson: - Meistari orðsins og augnabliksins.

3. ágúst 1980 á Hrafnseyri. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, heldur ræðu. Biskupshjónin, Magnea Þorkelsdóttir og Sigurbjörn Einarsson, sitja næst henni. Ljósm.: BIB
3. ágúst 1980 á Hrafnseyri. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, heldur ræðu. Biskupshjónin, Magnea Þorkelsdóttir og Sigurbjörn Einarsson, sitja næst henni. Ljósm.: BIB
« 1 af 14 »

Sá eftirminnilegi maður, herra Sigurbjörn Einarsson biskup, var sannkallaður meistari orðsins. En hann var einnig meistari augnabliksins þegar það átti við.


   Frá því er að segja, að hinn 3. ágúst 1980 var eftirminnilegur dagur í sögu Hrafnseyrar. Þá fóru þar fram mikil hátíðahöld í tilefni af 100 ára dánarafmæli forsetans. Nokkur þúsund manns mættu á svæðið. Sigurbjörn Einarsson vígði þá Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar. Við það tækifæri var fjöldi manns var í anddyri kapellunnar og safnsins. Nokkurt skvaldur var þar í gangi sem ekki var beint á dagskrá en olli leiðinda truflun.

...
Meira
01.06.2016 - 21:23 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

„Endurreisn“ Hrafnseyrar í Arnarfirði í sögulegu samhengi - 1. grein

Aðkoma gesta að staðarins húsi þann 25. ágúst 1998. Það voru félagar úr Vestfirðingafélaginu sem upphaflega gerðu garðinn 1980. Og Ágúst Böðvarsson frá Hrafnseyri lagði til margar íslenskar plöntur sem hann safnaði á heiðum uppi. Stéttin var kölluð Prestastétt, til heiðurs vestfirskum prestum. Ljósm. H. S.
Aðkoma gesta að staðarins húsi þann 25. ágúst 1998. Það voru félagar úr Vestfirðingafélaginu sem upphaflega gerðu garðinn 1980. Og Ágúst Böðvarsson frá Hrafnseyri lagði til margar íslenskar plöntur sem hann safnaði á heiðum uppi. Stéttin var kölluð Prestastétt, til heiðurs vestfirskum prestum. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Aðal númerið í sambandi 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011 var að „endurreisa“ Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þáverandi ríkisstjórn notaði þetta smekklega orð er hún kynnti þjóðinni hugmyndir sínar.  Jón Sigurðsson var settur í rafrænt form í safni sínu, samkvæmt “spennandi tillögu” sem kynnt var með pompi og prakt um land allt. Og nóg af steinsteypu og gleri að vanda. Enginn spurði um kostnað. Verkið kostaði tugi milljóna. Mikil endurnýjun húsakynna hafði farið fram árin á undan. Allt brotið miskunnarlaust niður. Eftir „endurreisnina“ var ljóst að fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar var endanlega orðið eyðibýli. Þar hefur enginn átt heimili síðan. Nema rúma þrjá mánuði ársins.


Starf að mestu í sjálfboðavinnu með glöðu geði

...
Meira
25.05.2016 - 20:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Kristín Dahlstedt: - Brautryðjandi úr Dýrafirði sem gerði garðinn frægan

« 1 af 3 »

Fyrir nokkrum árum kom út hjá Vestfirska forlaginu endurútgáfa æfiminninga Kristínar Dahlstedt, veitingakonu, sem fyrst kom út árið 1961 og vakti mikla athygli. Var það Hafliði Jónsson frá Eyrum í Patreksfirði og fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem skráði ævisögu Kristínar er þá var orðin 85 ára.


Saga Kristínar er nú talin í hópi merkustu ævisagna kvenna, sem komið hafa út hérlendis, enda brautryðjandi um margt á fyrri hluta síðustu aldar. Hún stundaði sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld, ekki síst við Laugaveginn í Reykjavík og oftast undir fjallkonunafninu.


Kristín fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm – Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringjunum.

...
Meira

Yst á Hornströndum Ferðaminningar  frá 1940 eftir Jóhann Hjaltason, fræðimanninn góðkunna, er uppistaðan í þessari Hornstrandabók sem er nr. 5 í röðinni. Það fer ekki á milli mála að frásagnir Jóhanns eru í raun ómetanlegar fyrir þá sem láta sig Hornstrandir og íbúa þeirra einhverju skipta. Árið 1940 er byggðin enn býsna traust, en svo hallar hratt undan fæti. Lýsingar Jóhanns á fólkinu, bændum og búaliði og öllum aðstæðum þar nyrðra, eru skemmtilegar, lifandi og ótrúlega glöggar. Þeir sem ferðast um þessar eyðibyggðir í dag hljóta að fagna því að fá þannig að kynnast frásögnum Jóhanns af síðustu íbúunum yst á Hornströndum. Þær eru góð viðbót við þá mynd sem til er á öðrum bókum.


Komið í Hornbjargsvita

...
Meira
29.04.2016 - 08:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Fréttamaðurinn

Óðinn Jónsson.
Óðinn Jónsson.

Óðinn Jónsson, þáv. fréttastjóri Ríkisútvarpsins, birti eftirfarandi  fréttareglur og vinnuleiðbeiningar fyrir starfsmenn Fréttastofu RÚV árið 2011. Fróðlegt er fyrir almenning að lesa slíka pistla.


Fréttamennska er skemmtilegt, fjölbreytilegt og ögrandi starf. Verkefni fréttamannsins eru sannarlega mörg og ólík. Engir tveir dagar eru eins. Nánd við hagsmunabaráttu eða viðkvæmar og erfiðar aðstæður eftir hamfarir eða slys getur auðvitað reynt á fréttamanninn. Þetta er ekki friðsælasta og átakaminnsta starf sem hægt er hugsa sér, það gleypir gjarnan þann sem sinnir því, mótar líf hans og viðhorf. Jafnvel má segja að fréttamennska sé lífsstíll eða lífsafstaða.


Góður fréttamaður upplifir sig að nokkru utangarðs, af því að hann vill varðveita sjálfstæði sitt og hlutlægt viðhorf til manna og málefna. Hann er ekki félagsmálatröll, predikari eða mannkynsfrelsari, með fullri virðingu fyrir slíku fólki. Þeir sem vilja boða og breyta og hafa vit fyrir öðru fólki eiga ekki að leggja fyrir sig fréttamennsku. Fréttir eru ekki boðskapur, ekki stóri sannleikur eða hin eina og rétta mynd af heiminum eða veruleikanum. Fréttir eru einfaldlega fréttir, takmarkaðar og ófullkomnar frásagnir af viðburðum, breytingum, þróun, reynslu fólks og upplifun.

...
Meira
22.04.2016 - 11:47 | Séra Gunnar Björnsson

Halda skaltu hvíldardaginn heilagan

Séra Gunnar Björnsson.
Séra Gunnar Björnsson.
Stjórn Prestafélags Íslands hefur goldið því jáyrði sitt, að helgidagalöggjöfin verði úr gildi numin.

„Halda skaltu hvíldardaginn heilagan,“ segir í þriðja boðorðinu. Og víst er um það, að við höfum varla meiri þörf á neinu, á okkar dögum, en þessum vikulega frídegi, hvíldardeginum – að ógleymdum hátíðisdögum kirkjuársins. Líf okkar má heita ein óslitin, örvita hreyfing, og ærandi hávaði, sem aldrei er rofinn. Verksmiðjur eru víða starfræktar með þremur vöktum, bæði nótt sem nýtan dag. Stórverslanir eru opnar alla sjö daga vikunnar. Myndirnar á sjónvarpsskjánum þjóta hjá með auknum hraða, ár frá ári, um leið og þol áhorfenda til að meðtaka boðskapinn verður æ minna. Músíkin er eingöngu helber froðuvæðing, þar sem mest ber á drynjandi rafmagnsbassa. 

...
Meira
Njáll Sighvatsson
Njáll Sighvatsson

Þegar hér er komið sögu, er Þórður, sonur þeirra, orðinn búfræðingur frá Hvanneyri og tekur nú á leigu hluta af jörðinni Hrafnseyri 1929 og hefur þar búskap, ásamt unnustu sinni Daðínu Jónasdóttur, úr Reykjarfirði í Suðurfjörðum í Arnarfirði. Fara þau til þeirra fyrst þar og síðan í Stapadal frá 1937 til 1948 og þar lést Jónína árið 1942.


   Í Stapadal hafði Njáll smiðju og hélt áfram smíðum sínum, en nú mest járnsmíði, ásamt því að sinna þeim bústörfum sem til féllu. Hann var til dæmis talinn með betri sláttumönnum og heyrði ég til þess tekið, hvað honum beit vel. Eitt af hans föstu verkum var að hirða um fjósið, gefa, vatna og moka flórinn. Árið 1948 flytur Þórður með bú sitt og fjölskyldu að Auðkúlu og þar lést Njáll 18. mars 1950.

...
Meira
Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31