A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
Eitt fyrsta plötuumslagið hans Ragnars Bjarnasonar. Ljósm. af Veraldarvefnum.
Eitt fyrsta plötuumslagið hans Ragnars Bjarnasonar. Ljósm. af Veraldarvefnum.
« 1 af 2 »
  1. grein

Ekki fer það á milli mála, að ef einhver skarar fram úr á einhvern hátt í þessu þjóðfélagi, er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirskum ættum. Enda eru fáir stoltari af uppruna sínum. Ragnar Bjarnason, söngvari, er einn af þessum stórkostlegu karakterum.

   Ragnar var ekki nema 12-13 ára gamall þegar pabbi hans, Bjarni Böðvarsson frá Hrafnseyri, gaf honum trommusett. Fyrsta hljómsveitin sem hann lék í var skólahljómsveit í Ingimarsskólanum í Rvk. Hana skipuðu auk hans, Karl Lilliendahl, Andrés Ingólfsson og Sigurður Þ. Guðmundsson. Til aðstoðar var einn eldri og reyndari, Agnar Einarsson. Þó að þeir kynnu ekki mikið, fengu þeir mjög góðar undirtektir hjá skólafélögum og kennurum.

   Næsta skref Ragga á tónlistarbrautinni var að leika með hljómsveit föður hans í útvarpsupptöku:

   „Ég var ekki betri á trommurnar en það að þegar ég átti að leika sérstök slög í polka í fyrstu upptökunni gat ég það alls ekki. Það var dálítið vandræðalegt. Mér tókst það ekki hvernig sem reynt var að segja mér til. Það var ekki fyrr en einn hljómsveitarmannanna tók kjuðann af mér og sló þetta fyrir mig sem ég lærði það. Þessi frumraun mín á tónlistarsviðinu gaf engin sérstök fyrirheit um framtíð mína. En áhugann vantaði ekki. Stuttu seinna var pabbi að spila í Alþýðuhúskjallaranum. Mig langaði óskaplega mikið til að fá að leika þar með honum. Þá var leikið fyrir gömlu dönsunum - eða „hænó“ eins og við unga fólkið kölluðum þá. Þessi tegund tónlistar höfðaði kannski síst til mín – en um það þýddi ekkert að fást því að öllu máli skipti að fá „tækifæri“ til að sanna getu sína.

   Á endanum lét pabbi undan suðinu í mér – og ég fékk að berja trommurnar. Mér hafði líka farið svolítið fram frá því að ég spilaði fyrst með honum í Útvarpinu. Við lékum síðan saman í Alþýðuhúsinu í nokkra mánuði. Því má skjóta hér inn til gamans að góður vinur minn fékk alltaf herbergið mitt lánað á meðan ég var að spila til að eiga þar ástarfundi með kærustunni sinni. Það hefur áreiðanlega ekki farið illa um þau í rúminu mínu því að nú eru þau hjón og eiga mörg börn saman!“ Nánar um Alþýðuhúskjallarann í næstu grein.

(Eðvarð Ingólfsson: Lífssaga Ragga Bjarna, bls. 63-64. Bókaútg. Æskan 1992)



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31