A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
27.12.2016 - 12:47 | Vestfirska forlagið,Suðri - Héraðsfréttablað á Suðurlandi

Vinir alþýðunnar á Eyrarbakka minntust Hrafnseyrarbræðra

Veislustjórinn, Siggeir Ingólfsson, setur hátíðina.
Veislustjórinn, Siggeir Ingólfsson, setur hátíðina.
« 1 af 9 »

Vinir alþýðunnar á Eyrarbakka buðu til aðventustundar í hádeginu , mánudaginn 12. desember sl.  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í Félagsheimilinu Stað.

Veislustjóri var Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Stað.

Á borðum voru afurðir Hjallastefnurnar sem Vinir alþýðunnar hafa verkað á þjóðlegan máta úr hráefni sem veitt hefur verið af Eyrarbakkabátnum Mána ÁR. Þetta var; kæst skata – nætursaltaður þorskur og siginn fiskur sem verkaður hefur verið í útsýnispallinum við Alþýðuhúsið á síðustu vikum. Þúsundir erlendra ferðamanna hafa myndað þar verkunina á fiskinum og þannig vottað þessa þjóðlegu verkunaraðferð Hjallastefnunnar.

Sérstakur gestur aðventustundarinnar var Ásmundur Friðriksson, alþingismaður í Suðurkjördæmi.
 

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, flutti blandaða þjóðlega hugvekju í menningarlegu samspili Vestfirðinga og Sunnlendinga fyrr og nú. Nefndi hann sérstaklega Hrafnseyrarbræðurna  úr Arnarfirði; þá Jón Sigurðsson forseta og frelsishetju og bróður hans Jens, sem var fyrsti barnakennarinn á Eyrarbakka og síðar rektor Lærðaskólans í Reykjavík.

Þá var í lokin Bókalottó þar sem dregnar voru út bækur frá Vestfirska forlaginu.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31