A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
Vestfirska forlagiđ gefur út Kvöldheima
Vestfirska forlagiđ gefur út Kvöldheima
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu ljóðabálkurinn Kvöldheimar eftir Pär Lagerkvist í þýðingu Tryggva Þorsteinssonar læknis frá Vatnsfirði í Djúpi. Í Svíþjóð er Nóbelshöfundurinn Pär Lagerkvist ekki síður þekktur sem ljóðskáld en höfundur skáldsagna. Margir gagnrýnendur kölluðu ljóðabálkinn Aftonland eða Kvöldheima, snilldarverk og lýstu yfir að í því verki næði hann sínum hæstu hæðum sem skáld. Eins og nafnið gefur til kynna, er efni ljóðanna að stórum hluta hugleiðingar og vangaveltur um vegferð mannsins og lífdaga hans þegar líður að kvöldi ævinnar. Ljóðabálknum er skipt í fimm kafla. Fyrsti kaflinn fjallar beinlínis um ævikvöldið og viðskilnaðinn, þar sem samfélagið horfir á einstaklinginn án hluttekningar eða viðbragða og um afskiptaleysi heimsins við brottför mannsins úr samfélagi lifenda. Margt ber á góma í hinum köflunum, svo sem eins og þrá mannsins eftir visku og löngun hans til að fá ráðið dulrúnir tilverunnar. Svo er það spurningin um guð og mann, tilvist guðs og erindi hans við manninn og mannsins við guð, og við sjáum manninn villuráfandi án tilgangs og takmarks.
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31