Starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga laust til umsóknar
Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.
Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar. Um er að ræða 75-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. desember eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni:
▪ Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð
▪ Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla HSV
▪ Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið
▪ Samskipti við aðildarfélög HSV
▪ Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd
▪ Samskipti við stjórn HSV
Hæfnikröfur:
▪ Háskólamenntun sem nýtist í starfi
▪ Reynsla af rekstri
▪ Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
▪ Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
▪ Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta kostur
▪ Ástríða fyrir íþróttum
▪ Jákvæðni og rík þjónustulund
▪ Góð almenn tölvukunnátta ásamt grunnþekkingu í að vinna með heimasíður
Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:
▪ Ferilskrá og kynningarbréf
▪ Afrit af prófskírteinum
▪ Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda
Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið hsv@hsv.is eða bréfleiðis á skrifstofu HSV:
Héraðssamband Vestfirðinga Suðurgötu 12 400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur er til og með 14. október.
Nánari upplýsingar veita:
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV 863-8886 / hsv@hsv.is
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV 697-7867 / asatorleifs@gmail.com