A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
« 1 af 4 »

Sighvatur Björgvinsson fæddist á Ísafirði 23. janúar 1942 og ólst þar upp.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og stundaði nám við Háskóla Íslands, m.a. í viðskiptafræði og lauk þar námsáfanga 1966.

Sighvatur var starfsmaður Sjó- mannasambands Íslands og verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins 1964, fulltrúi á skrifstofu Iðnfræðsluráðs 1964-67, ritstjóri Alþýðublaðsins 1969-74 og framkvæmdastjóri Norræna félagsins 1984-87. Hann var varaþingmaður Vestfjarða fyrir Alþýðuflokkinn 1984, 1985 og 1986, alþingismaður Vestfjarðakjördæmis fyrir Alþýðuflokkinn 1974-83 og fyrir Alþýðuflokkinn síðan Jafnaðarmenn og loks Samfylkinguna 1987-2001.

Sighvatur var fjármálaráðherra 1979-80, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1991-93, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og samstarfsráðherra Norð- urlanda 1993-95 og aftur heilbrigðisog tryggingamálaráðherra ásamt því að vera iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1994-95.
Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 2001-2010 og skipaður sendiherra 2005.

Sighvatur var ritari Sambands ungra jafnaðarmanna 1964-66, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 1965, var ritari fulltrúaráðs alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík 1965, sat í miðstjórn Alþýðuflokksins frá 1967, í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá 1967, var formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1978-83 og formaður Alþýðuflokksins 1996-2001.

Sighvatur var formaður stjórnar Framkvæmdastofnunar 1978-80 og formaður fjárveitinganefndar 1987- 91, sat í Norðurlandaráði 1989-91 og 1999-2001 og var formaður ráð- herranefndar samstarfsráðherra Norðurlanda 1994-1995, sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1976, 1988, og 1990, sat í Alþjóðaþingmannasambandinu UPI frá 1988, í þingmannasamtökum NATO 1976- 83 og í þingmannanefnd EFTA/ EES 1995, auk þess sem hann átti sæti í fjölda opinberra nefnda og ráða. Þá sat hann í Þingvallanefnd 1978-80 og 1993-95 og í stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana frá 1990.

„Nú er ég aðallega að sjá um mig og mína og hef dundað mér við að skrifa í blöðin og sinna sjálfum mér og mínu fólki. Ég er með stóran garð sem ég sé sjálfur um og sumarbústað í Bláskógabyggð. Þar njótum við hjónin friðar og fjallasýnar og auk þess samveru við fjölskylduna en þar fyrir utan ferðumst við líka mikið.“

Fjölskylda

Sighvatur kvæntist 28.12. 1965 Björk Melax, f. 19.8. 1941, húsmóður. Foreldrar hennar: Stanley Melax, f. 7.12. 1893, d. 20.6. 1969, prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, og k.h., Guðrún Ólafsdóttir Melax, f. 15.9. 1904, f. 26.7. 1999, húsfreyja.

Börn Sighvats og Bjarkar eru:

 

1) Elín Kristjana, f. 1.10. 1966, tölvunarfræðingur, verkefnisstjóri hjá Innovation Norge í Noregi en mað- ur hennar er Sigþór Guðmundsson, tölvunarfræðingur, arkitekt í upplýsingatækni hjá Sparbanken 1 í Noregi og eiga þau þrjú börn;


2) Björgvin Sturla, f. 6.5. 1968, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands en kona hans er Dóra Valdís Gunnarsdóttir flugumferðarstjóri og eiga þau saman einn son auk þess sem hann á dóttur frá fyrra sambandi og hún son frá fyrra sambandi;


3) Rúnar Stanley, f. 19.9. 1972, flugvirki og eftirlitsmaður með flugrekendum á Íslandi hjá Samgöngustofu en kona hans er Alma Kovac, lyfjafræðingur hjá Actavis . Þau eiga tvær dætur – tvíbura. Fósturdóttir Sighvats er Bryndís, f. 10.3. 1963, fyrrv. yfirflugfreyja á Kýpur, gift Nicolas Mavrou skipstjóra og eiga þau einn son.

Foreldrar Sighvats eru Björgvin Sighvatsson, f. 25.4. 1917, d. 14.10. 2009, skólastjóri á Ísafirði, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Ísafirði og forseti Alþýðusambands Vestfjarða, f. að Vatneyri við Patreksfjörð, og k.h., Jóhanna Oddný Margrét Sæmundsdóttir, f. 28.8. 1919, d. 17.5. 2010, handavinnukennari og húsfreyja.

 

Morgunblaðið 23. janúar 2017.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30