A A A
  • 1957 - Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir
  • 1979 - Þórhildur Björk Sigurðardóttir
  • 1984 - Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • 2004 - Eva Katrín Larsdóttir
09.09.2017 - 10:46 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Samþykkum líffæragjöfum fjölgar

Ég hlakkaði til aðgerðarinnar segir Jóhannes Kristjánsson.
Ég hlakkaði til aðgerðarinnar segir Jóhannes Kristjánsson.
« 1 af 3 »

Nærri læt­ur að tí­undi hver Íslend­ing­ur hafi gefið samþykki sitt fyr­ir líf­færa­gjöf við and­lát. Í gegn­um vef Embætt­is land­lækn­is get­ur fólk gefið samþykki sitt fyr­ir slíku eins og 8.175 manns hafa gert í ár. „Í kjöl­far allr­ar umræðu um þessi mál og fregna um að líf­færa­gjöf hafi bjargað lífi kem­ur kúf­ur og fólk tek­ur af­stöðu,“ seg­ir Jór­laug Heim­is­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Land­lækni.

Dag­ur­inn í dag, 9. sept­em­ber, er til­einkaður líf­færa­gjöf­um og -ígræðslum í Evr­ópu. Fjöl­marg­ar þjóðir eru sam­einaðar í þessu átaki sem miðar að því að hvetja ein­stak­linga til að taka af­stöðu til líf­færa­gjaf­ar jafn­framt því að miðla upp­lýs­ing­um um líf­færa­gjöf og ígræðslu.

Ég hlakkaði til aðgerðarinnar

 

„Hvatn­ing og and­leg­ur stuðning­ur lækna og hjúkr­un­ar­fólks hjálpaði mér mikið þegar ég þurfti nýtt hjarta. Þetta frá­bæra starfs­fólk var alltaf að stappa í mig stál­inu, segja mér að þetta yrði ekk­ert mál og á end­an­um var ég far­inn að hlakka til þess að kom­ast í aðgerðina og á skurðar­borðið,“ seg­ir Jó­hann­es Kristjáns­son skemmtikraft­ur. Hann fékk kran­sæðastíflu fyr­ir mörg­um árum og all­nokkru seinna – sum­arið 2009 – al­var­legt áfall og þurfti í hjartaígræðslu í kjöl­far þess. Jó­hann­es beið í nokk­urn tíma eft­ir hjarta sem hentaði hon­um en það kom 31. ág­úst um­rætt ár. Klukku­tíma eft­ir kvaðningu var hann lagður af stað með sjúkra­flug­vél til Gauta­borg­ar í Svíþjóð og í aðgerð þar.

„Strax dag­inn eft­ir aðgerð var ég drif­inn á fæt­ur og fjór­um dög­um síðar gekk ég 750 metra eft­ir göng­um sjúkra­húss­ins. Gang­ur­inn í þessu var ótrú­lega hraður og það liðu ekki marg­ar vik­ur uns ég var kom­inn á fullt hér heima. Í dag er ég frísk­ur, hleyp upp á fjöll á æsku­slóðum mín­um vest­ur á fjörðum og lifi fínu lífi,“ seg­ir Jó­hann­es, sem hvet­ur alla til að skrá samþykki sitt fyr­ir líf­færa­gjöf, sé afstaða viðkom­andi sú. Að gefa líf­færi geti bjargað lífi og því sé til mik­ils vinn­andi.

Morgunblaðið laugardagurinn 9. september 2017.




« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31