A A A
05.01.2011 - 12:15 | bb.is

Nýtt fyrirkomulag sorpmála

Frekari breytingar verða gerðar á sorphriðu frá heimilum þegar líður að vori.
Frekari breytingar verða gerðar á sorphriðu frá heimilum þegar líður að vori.
Nýr rekstraraðili, Kubbur ehf., hefur tekið við sorphirðu og -eyðingu og rekstri gámastöðva í Ísafjarðarbæ. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að búast megi við millibils ástandi í sorpmálum sem gæti varað í nokkra daga á meðan nýr aðili nær tökum á verkefninu. Fólk er beðið um að sýna málinu skilning, en ef vart verður við verulega hnökra á fyrirkomulaginu er fólk beðið um að tilkynna slíkt til Einars Péturssonar, starfsmanns verktaka, í síma 456-3095.

 

Búið er að fjarlægja alla gáma af gámastöðvunum um bæinn nema við Funa á Ísafirði. Því eru engar fastar móttökustöðvar annars staðar en við Funa að svo stöddu, en söfnunarkör verða þó til að byrja með staðsett í Holti og á Gemlufalli eins og verið hefur. Þá hefur verið gerð breyting á rekstri grenndastöðva þannig að nú verða ekki gámar staðsettir þar lengur. Í staðinn kemur bíll þrisvar í viku í tvær klukkustundir í senn og tekur við sorpi. Í tilkynningu frá bænum segir að þetta sé gert af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi sé talið að umgengni verði betri þar sem ekki verði hægt að skilja illa flokkað sorp eftir við gáma og í annan stað sé þetta fyrirkomulag talsvert ódýrara.

 

Þegar líður að vori er gert ráð fyrir frekari breytingum á hirðu venjulegs heimilissorps, en þær breytingar verða kynntar betur síðar. Gert er ráð fyrir að þær breytingar taki gildi 1. mars. Fyrirhugað er að urða sorpið og endurvinna það sem hægt er að endurvinna. Í því felst að íbúar munu hætta að nota poka og fá tvær tunnur á hvert heimili, aðra fyrir óendurvinnanlegt sorp og hina fyrir endurvinnanlegt. Þeir sem eru með hefðbundnar plast tunnur geta notað þær áfram en þeir sme ekki eru með tunnur munu fá nýjar, að því er segir í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ.

 

Bílar verða staðsettir á söfnunarstöðum á eftirtöldum tímum
Suðureyri: Mánudaga kl. 14:00-16:00 Miðvikudaga kl. 16:30-18:30 Laugardaga kl. 15:30-17:30
Flateyri: Mánudaga kl. 16:30-18:30 Miðvikudaga kl. 14:00-16:00 Laugardaga kl. 13:00-15:00
Þingeyri: Þriðjudaga kl. 14:00-16:00 Fimmtudaga kl. 16:30-18:30 Laugardaga kl. 10:00-12:00

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30