A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
16.02.2017 - 16:39 | Vestfirska forlagið,Pósturinn,Björn Ingi Bjarnason

Ný frímerki eru gefin út í dag - 16. febrúar 2017

Frí­merki til­einkað fyrstu ís­lensku rík­is­stjórn Íslands var gefið út í dag ásamt sjö öðrum nýj­um frí­merkj­um. Eitt þeirra var merki Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
Frí­merki til­einkað fyrstu ís­lensku rík­is­stjórn Íslands var gefið út í dag ásamt sjö öðrum nýj­um frí­merkj­um. Eitt þeirra var merki Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
« 1 af 3 »

Í dag, fimmtudaginn 16. febrúar 2017, koma út 7 ný frímerki í fjórum útgáfuröðum.
Frímerkin eru tileinkuð fyrstu ríkisstjórn Íslands150 ára afmæli Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur og fyrsta íslenska arkitektinum.
Þá koma fjögur frímerki út í röðinni íslensk samtímahönnun VIII sem að þessu sinni er tileinkuð textílhönnun

 

 

Í dag voru gef­in út sjö ný frí­merki í fjór­um út­gáfuröðum hjá Frí­merkja­sölu Pósts­ins. Er um að ræða frí­merki með mynd af fyrstu rík­is­stjórn lands­ins sem kom sam­an fyr­ir 100 árum síða.

Þá er annað frí­merki gefið út vegna 150 ára af­mæl­is Iðnaðarmanna­fé­lags­ins í Reykja­vík og enn eitt til­einkað fyrsta ís­lenska arki­tekt­in­um, Rögn­valdi Á. Ólafs­syni. 

Fjög­ur ný frí­merki í átt­undu frí­merkjaröðinni um ís­lenska sam­tíma­hönn­un voru einnig gef­in út í dag og eru þau nú til­einkuð tex­tíl­hönn­un.

 

Um Rögndald Ólafsson:

 

Rögnvaldur Ágúst Ólafsson hefur verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn.

Hann fæddist að Ytri Húsum í Dýrafirði árið 1874 og ólst upp á Ísafirði.

Hann lauk prófi frá Lærða skólanum 1901 og sigldi til Hafnar til náms sama ár. Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem fékkst einvörð- ungu við að teikna hús.

Hann varð ráðunautur landsstjórnarinnar um opinberar byggingar árið 1906.

Þótt starfstími hans yrði aðeins um 12 ár liggja eftir hann 30 kirkjur, 30 hús í Reykjavík og tugir annarra húsa víða um land. Hann teiknaði mörg af glæsilegustu timburhúsum sem reist voru í Reykjavík á fyrsta áratug aldarinnar.

Mörg húsa Rögnvaldar eru íslensk útfærsla á sveitserstíl og ný-klassík. Eitt af þekktari verkum Rögnvaldar er Húsavíkurkirkja sem var vígð 1907.

Nokkur önnur verk hans voru Vífilsstaðaspítali, reistur 1908, og Þingeyrarkirkja sem er einnig steinhús og í gotneskum stíl.

Vífilsstaðahælið var hans stærsta verk og þar lést hann sjálfur úr berklaveiki árið 1917, aðeins 42 ára að aldri.

Bók um Rögnvald Á. Ólafsson og verk hans kom út síðari hluta árs 2016. Höfundur er Björn G. Björnsson hönnuður.



 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31