A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
01.07.2017 - 08:49 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Njörður Marel Jónsson - Fæddur 1. maí 1942 - Dáinn 19. júní 2017 - Minning

Njörður Marel Jónsson (1942 - 2017).
Njörður Marel Jónsson (1942 - 2017).
« 1 af 2 »
Njörður Mar­el Jóns­son bóndi fædd­ist 1. maí 1942 á Bergþóru­götu 11a í Reykja­vík. Hann lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi 19. júní 2017.

Njörður var son­ur hjón­anna Sig­ríðar Óskar Ein­ars­dótt­ur, f. 3. júlí 1914, d. 24. mars 1988, og Jóns Harrýs Bjarna­son­ar, f. 16. apríl 1914, d. 6. júlí 1980. Systkini Njarðar eru: Ein­ar Sig­ur­bjart­ur, f. 1934, d. 2008, Amal­ía Jóna, f. 1935, Óskar Harrý, f. 1939 og Dag­mar, f. 1950.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Njarðar er Dýrfirðingurinn Guðrún Lára Ágústs­dótt­ir, f. 10. júlí 1946. Lára er dótt­ir hjón­anna Kristjáns Ágústs Lárus­son­ar, f. 3. janú­ar 1910, d. 1. júní 2009, og Ing­unn­ar Jóns­dótt­ur, f. 9. maí 1916, d. 12. júlí 2016.

Syn­ir Njarðar og Láru eru:

1) Jón Harrý, f. 1967, unn­usta hans er Harpa Viðars­dótt­ir, f. 1965. Jón á dæt­urn­ar Evu Ósk, f. 1996, og El­ínu Helgu, f. 1998 með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni Írisi Ingu Svavars­dótt­ur, f. 1966. Son­ur Íris­ar er Birg­ir Páll Marteins­son, f. 1982.
2) Kristján Ágúst, f. 1968.
3) Svavar, f. 1971. Eig­in­kona hans er Elfa Björk Magnús­dótt­ir, f. 1972, börn þeirra eru: Óðinn, f. 1997, Sölvi, f. 2001 og Ástdís Lára, f. 2005.
4) Sig­ur­jón, f. 1979. Sam­býl­is­kona hans er Guðmunda Þóra Björg Ólafs­dótt­ir, f. 1985, dæt­ur þeirra eru: Lára Sif, f. 2012 og Edda Sjöfn, f. 2015.

Fyr­ir átti Njörður, ásamt Þor­björgu Henný Ei­ríks­dótt­ur, f. 1942, Lindu Mar­gréti, f. 1962. Fyrri eig­inmaður Lindu er Ægir Páls­son, f. 1959. Börn þeirra eru Henný, f. 1986 og Grét­ar, f. 1992, í sam­búð með Sonju Karls­dótt­ur, f. 1993. Eig­inmaður Lindu er Jón Kjart­an Braga­son, f. 1969 og son­ur þeirra er Stein­ar Bragi, f. 2003.

Að grunn­skóla­göngu lok­inni var Njörður í Íþrótta­skól­an­um í Hauka­dal einn vet­ur áður en hann hóf bú­fræðinám í Hóla­skóla, þaðan sem hann út­skrifaðist sem bú­fræðing­ur 1963. Að námi loknu vann Njörður ýmis verka­manna­störf í Reykja­vík.

Njörður og Lára hófu bú­skap sinn með árs­dvöl að Minni-Borg í Gríms­nesi 1966. Þaðan lá leið þeirra að Kjart­ans­stöðum í Hraun­gerðis­hreppi þar sem þau voru frá 1967 til 1978.

Þeim bauðst svo árið 1978 að hefja bú­skap í Bratt­holti, þar voru þau með blandaðan bú­skap og síðar ferðaþjón­ustu. Jón Harrý, son­ur þeirra, gerðist svo aðili að bú­skapn­um 1990 og var Bratt­holt frá því rekið sem fé­lags­bú. At­vinnu­bú­skap í Bratt­holti var lokið árið 2000 þegar þar reis hót­el sem þau hjón ráku ásamt Jóni syni sín­um og Írisi þáver­andi konu hans.

Njörður vann frum­kvöðlastarf við að koma að skipu­lagi þjón­ustu­svæðis við Gull­foss í Hvítá, en þar kom hann að stofn­un veit­ingastaðar­ins Gull­fosskaffi ásamt Svavari syni sín­um sem á og rek­ur hann ásamt eig­in­konu sinni, Elfu Björk, í dag. Jafn­framt var Njörður um ára­bil um­sjón­ar­maður svæðis­ins við Gull­foss. Njörður var öt­ull hestamaður og verðlaunaður hross­a­rækt­andi.

Útför Njarðar fer fram frá Skál­holts­kirkju í Blá­skóga­byggð í dag, 1. júlí 2017, klukk­an 11.

 

________________________________________________________________________

 

Minningarorð  - Sig­ur­jón Njarðar­son.

 

Í dag kveð ég pabba minn, Njörð Mar­el Jóns­son.

 

Pabbi minn er merki­leg­asti maður sem ég hef kynnst. Hann fór sín­ar eig­in leiðir í líf­inu og lifði því á sín­um for­send­um.

Fyr­ir um 50 árum hófu hann og mamma mín, Lára, bú­skap með tvær hend­ur tóm­ar og síðan hafa þau unnið fyr­ir öllu sínu.

Það er margt sem ég lærði af pabba, hann var sípæl­andi, alltaf með eitt­hvað plan í gangi og hikaði ekki við að vaða í hlut­ina jafn­vel þótt þeir væru ekki alltaf hugsaðir alla leið.

Pabbi minn var líka besti pabbi sem ég get hugsað mér, það var al­veg sama hversu illa ég var bú­inn að mála mig út í horn, alltaf var pabbi mætt­ur fyrst­ur á staðinn, boðinn og bú­inn til að aðstoða mig með hvað sem var.

Tveim­ur dög­um áður en hann lést út­skrifaðist ég sem lög­fræðing­ur, það er fyrst og fremst vegna aðstoðar hans og mömmu sem það var ger­legt fyr­ir mig að ná þeim áfanga.

Pabbi var þó ekki bara besti pabbi sem ég get hugsað mér, hann var líka meiri hátt­ar afi, stelp­urn­ar mín­ar tvær voru mjög hænd­ar að hon­um, hann lét allt und­an þeim. Það hrygg­ir mig mikið að þær muni ekki fá að kynn­ast hon­um bet­ur, heyra sög­urn­ar hans og þiggja fleiri trölla­skammta af kóki og nammi.

„Guð geymi þig, þótt þú trú­ir ekki á hann“ var það síðasta sem pabbi sagði við mig. Hug­mynd­ir okk­ar pabba um guðdóm­inn voru mis­jafn­ar og við körpuðum oft um hann, hon­um tókst alltaf ergja mig og hafði bein­lín­is gam­an af því. Það verður núna ein­hver bið á því að við körp­um aft­ur, svona er það stund­um.

Ég veit að ég get einn dag­inn gengið að hon­um vís­um í út­reiðartúr í hög­un­um heima. Fram að því verð ég að vona að Guð geymi mig eins og pabbi bað fyr­ir.

Guð má hafa sig all­an við ef hann ætl­ar að vera hálfdrætt­ing­ur á við pabba í að passa upp á strák­ana sína. Takk fyr­ir allt pabbi.

 

Við sjá­umst þegar við sjá­umst. Guð geymi þig og varðveiti, þangað til...

 

Sig­ur­jón Njarðar­son.
 
Morgunblaðið laugardagurinn 1. júlí 2017.


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31