24.06.2009 - 10:26 | bb.is
Leikskólabörn sýna verk sín
Myndlistasýning leikskólabarna í Ísafjarðarbæ verður opnuð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 10:30 á fimmtudag. Sýning af þessu tagi er haldin annað hvert ár til móts við sameiginlega íþróttahátíð leikskólanna. Öll börnin á sex leikskólum sveitarfélagsins fá færi á að sýna listsköpun sína með þessum hætti. Sýningin stendur til 30. júní og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir.