A A A
  • 1926 - Ingibj÷rg Finnbogadˇttir
  • 1967 - Kristjßn Ů ┴stvaldsson
21.02.2019 - 10:05 | Elfar Logi Hannesson

Kristinn PÚtursson, 1896-1981

Sey­t˙n Ýb˙­arh˙s me­ vinnustofu Ý Hverager­i.
Sey­t˙n Ýb˙­arh˙s me­ vinnustofu Ý Hverager­i.
« 1 af 2 »
Fæddur 17. nóvember 1896 á Bakka í Hjarðardal, Dýrafirði. Dáinn 1. september 1981.


Saga Dýrfirðingsins Kristins Péturssonar er eins og ein af sögum Charles Dickens þar sem hinir fátæku ná ekki bara að lifa heldur brjóstast til mennta og frama. Allt þetta á við Kristin þó um árin hafi fennt allt of mikið yfir hans merku listaverk. Hann var án efa einn af áhrifamestu listamönnum síðustu aldar, ávallt leitandi og rannsakandi í list sinni.

 

Kvalist upp

Einsog einhver Óliver Twist er Kristinn orðinn munaðarlaus 6 ára snáði. Er þá komið í fóstur á Næfranesi og má sannlega segja að þar hafi hann kvalist upp frekar en alist. Til að bæta á harminn hófst hrina veikinda, fyrst kirtlaveiki og þar á eftir berklar sem hann fékk í bakið og varð bakveikur uppfrá því. Huggun sína sótti hann í bækur sem hann hafði frjáls afnot af hjá góðum nágranna nefnilega Sighvati Grímssyni á Höfða. Gott ef Hvati hafi ekki einnig átt þátt í því að koma pilti í skóla hjá Sigtryggi Guðlaugssyni á Núpi 1914. Seinna átti Kristinn eftir að gera brjóstmynd af lærimeistaranum á Núpi sem nemendur færðu skólamanninum á 70 ára afmæli hans.

Þrátt fyrir allt mótlætið og fátæktina brýst hann áfram til mennta og útskrifast úr Kennaraskólanum í borginni árið 1919. En listin var farin að brjótast í honum og loks skráir hann sig í teiknitíma hjá hinum vestfirska Guðmundi Thorsteinssyni, Muggi, og eftir það hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Listin hafði tekið yfir og hann sigldi til Noregs til frekari myndmennta. Stúderaði m.a. við Listakademíuna í Osló og eftir það bæði í Kaupmannahöfn og París. Það er sannað að fátt skiptir ungan listamann meira máli en að sjá sem mest af list og það allskonar list. Næstu árin ferðast Kristinn víða til að nema og sjá heimslistina. Hann var eins og sinn fyrsti kennari, Muggur, leitandi í listinni og margt heillaði, þeir voru báðir útum allt og leitandi alla tíð. Fyrst var það höggmyndin, svo greip málverkið hann og þaðan lá leiðin í flest form myndlistarinnar.

 

Seyðtún

Árið 1933 er Kristinn alkominn til Íslands uppfullur af hugmyndum og lætur nú sannlega verkin tala eða öllu heldur sjást. Heldur fjölda sýninga bæði í Reykjavík og víðar  m.a. á Ísafirði 1938. Sýndi í húsi Kaupfélags Ísfirðinga og víst var þar margt að sjá. Má þar nefna einar 60 raderingar sóttar í hinn gjöfula goð- og þjóðsagnaheim. Raderingu eða svartlist, hafði Kristinn numið sérstaklega í Svartlistaskóla í Vínarborg. Blaðið Vesturland fjallar vel um sýninguna og hvetur sveitunga sína til að ekki bara sjá verk þessa unga Vestfirðings heldur og kaupa enda séu þau ekki dýr.

Á þessum tíma var svartlistin, grafíkin, lítt kunn hér á landi og átti Kristinn sannlega þátt í að kynna þetta skemmtilega myndmál fyrir landanum. Vann hann fjölmargar grafík myndir bæði af verðbúðum sem gömlum byggingum, torfbæjum og kirkjum landsins. Kristinn fór þó mun víðar í myndstílum og formum málaði sem teiknaði en strax árið 1937 er farið að tala um að hann fari sínar eigin leiðir í listinni. Höggmyndir gerði hann margar nægir þar að nefna brjóstlíkön af  Sveini forseta Björnsyni og af skáldunum Einari Bernediktssyni og Davíð Stefánssyni. Af öðrum kunnum höggmyndum Kristins má nefna verkin Madonna í íslenskum skautbúning og Sláttumaður.

Árið 1940 flytur hann í þá listamannabæinn Hveragerði. Vel má gerast svo stórtækur og segja að þarna hafi verið sannkölluð listamannnýlenda hvar bjuggu m.a. Ríkharður Jónsson, Kristmann Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum svo aðeins nokkir séu nefndir. Í þessum blómlega bæ reisti Kristinn sér íbúðarhús með vinnustofu og nefndi Seyðtún. Árið 1954 heldur hann þar veglega listsýningu sem er jafnframt hans síðasta. Eftir það má segja að listamaðurinn hafi lokað sig frá umheiminum en þó haldið áfram að þróa sig í listinni. Hafði hann glímt við heilsuleysi alla tíð og hefur það líklega haft eitthvað að segja. Kristinn var líka einn af þeim listamönnum sem vildi að verkin sýndu listamanninn frekar en vera í eilífri síbylju að gorta sig af eigin ágæti í fjölmiðlum. Stundum virðist það vera aðalmálið að vera í endalausum gorttölum og ef ekki þá kunna á exel til að geta framfleytt sér af listinni.

Kristinn sat þó eigi aðgerðalaus því þegar hann andaðist tæpum þremur áratugum síðar arfleiddi hann Listasafn alþýðu að verkum sínum sem voru 1367 talsins. Listin átti hug hans allan allt til enda. Hann ritaði sögu sína og listhugleiðingar í einum þremur veglegum handritum sem hefur því miður aldrei komið út. Húsið Seyðtún var einnig í stöðugri þróun og óhætt er að segja að sé hans mesta verk eða einsog hann sagði sjálfur: „Sennilega er ég og vinnustofa mín næstum orðið eitt í vissum skilningi, ég get ekki hugsað mér að vinna list annars staðar.“

 

Elfar Logi Hannesson

Aðalheimild:

Sérvitringurinn í Seyðtúni. Morgunblaðið 29. maí 2015

« J˙lÝ »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31