A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
21.01.2015 - 11:31 | bb.is,BIB

Höfrungur - 110 ára gamalt íţróttafélag

Ţingeyri viđ Dýrafjörđ.
Ţingeyri viđ Dýrafjörđ.
Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri fagnaði 110 ára afmæli 20. desember síðastliðinn og er félagið því eitt af elstu íþróttafélögum á landinu.
Tilkoma félagsins kom þannig til að um aldamótin 1900 flutti maður að nafni Anton Proppé til Þingeyrar frá Hafnarfirði en hann hafði notið tilsagnar jafnt erlendra sem innlendra manna í fimleikum. Anton var mikill íþróttamaður og áhugi hans smitaði út frá sér á staðnum. Fljótlega fór hann og fleiri Þingeyringar að stunda æfingar þegar tími og aðstæður leyfðu en æfingar fóru fram í óupphitaðri vörugeymslu sem Wendel, verslunarstjóri Gramsverslunarinnar lánaði endurgjaldslaust. Anton útvegaði síðan íþróttaáhöldin en ungu mennirnir æfðu mest stökk og gerðu æfingar á svifrá. 


Æfingatíminn var fremur óskipulagður en Anton og félagar hans vildu bæta úr því og haustið 1903 stofnuðu þeir félagið Höfrung. Anton Proppé var kosinn formaður og íþróttamennirnir héldu æfingum áfram um veturinn en nú í templarahúsinu. Haustið 1904 var svo ákveðið að hafa formlegan stofnfund þar sem lög skyldu lögð fram. Sá fundur var haldinn 20. desember og er fyrsti bókfærði fundur félagsins jafnframt nefndur stofnfundur. 

Sigmundur Þórðarson, formaður íþróttafélagsins Höfrungs segir í samtali við bb.is að í stað þess að halda upp á 110 ára afmælið 20. desember hafi verið ákveðið að byrja árið 2015 á afmælinu. „Við héldum upp á afmælið þegar félagið varð 100 ára, þá kom Ólafur Ragnar Grímsson og það var skrúðganga og fleira skemmtilegt. Við ætlum að byrja árið í ár með því að tengja það afmælinu. Við ætlum t.d. að búa til minjagripi og erum að setja af stað leikrit. Við erum að skoða leikverkið Galdrakarlinn í Oz og fundað verður um það í lok þessa mánaðar. Við erum búin að ráða leikstjóra og stefnum á að frumsýna í mars og vera með sýningar um páskana,“ segir Sigmundur. 

Ýmsilegt fleira er á döfinni hjá íþróttafélaginu. „Við erum loksins búin að fá þjálfara og það er allt að lifna við í íþróttahúsinu. Það er líka að kvikna meiri áhugi á skíðum og fólk sækir norður (á Ísafjörð) sem er frábært, því það er um að gera að nota þetta flotta svæði sem er til staðar í Tungudal,“ segir Sigmundur sem fékk hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar fyrir stuttu fyrir vel unnin störf í íþróttafélögunum í gegnum árin. 
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31