A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
30.08.2017 - 06:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Heyskapurinn: - Hér eru hey mikil og góð en þurrkar hamla sprettu á Grænlandi

Tvílemba við veginn á hálsinum milli Brattahlíðar og Tasiusaq. Fjölbreyttur úthagagróður, mikið um lágvaxið víðikjarr, einkum loðvíði.Mynd / Ólafur R. Dýrmundsson, Bændablaðið.
Tvílemba við veginn á hálsinum milli Brattahlíðar og Tasiusaq. Fjölbreyttur úthagagróður, mikið um lágvaxið víðikjarr, einkum loðvíði.Mynd / Ólafur R. Dýrmundsson, Bændablaðið.

Á Höfuðdag 29. ágúst 2017 eru bændur hér um slóðir löngu búnir að heyja með sínum nýtísku græjum.
Hey eru bæði mikil og góð. Sumir eiga jafnvel í kringum tveggja ára birgðir. Hefði þótt gott í gamla daga þegar fyrningar voru á við bankainnistæðu að sögn Páls Zóphoníassonar og Guðmundar V. Ragnarssonar á Hrafnabjörgum, þess mikla fjárræktarmanns. Guðmundur hélt þessu mjög á lofti, enda forðagæslumaður Auðkúluhrepps lengi.

En nú berast þær sorgarfréttir yfir Grænlandssund að uppskerubrestur sé hjá næstu nágrönnum okkar á Grænlandi vegna þurrka. Loftslag fer nefnilega hlýnandi hjá þeim eins og okkur. Í vor og í sumar voru miklir þurrkar á Suður-Grænlandi. Þeir höfðu í för með sér að heyskapur hjá einum 10 fjárbændum í einum fjarðanna þar er kannski einn fjórði af því sem þeir eiga að venjast. Einn þeirra sem þarf að fá 200 rúllur fékk bara 60. Svo var um aðra kollega hans sagði í fréttum.

Grænlendingar eru okkar bestu vinir ásamt Færeyingum, þó þeir séu kannski ekki eins skyldir okkur og þeir. Væri ekki allt í lagi fyrir okkur sem eigum nóg hey að íhuga þetta mál nánar?

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30