A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
21.09.2016 - 17:14 | Vestfirska forlagið,Komedia,Elfar Logi Hannesson

Gísli á Uppsölum frumsýning á helginni

Gísli á Uppsölum fer aftur heim í Selárdal.
Gísli á Uppsölum fer aftur heim í Selárdal.

Æfingar standa nú yfir á nýju íslensku leikriti um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason betur þekktan sem Gísla á Uppsölum. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúmt ár en nú hyllir undir frumsýningu.
Eins og Kómedíuleikhúsinu er háttur sem hefur verið leikhús á hjólum allt frá upphafi þá hafa æfingar einmitt verið bæði fyrir vestan og sunnan. Fyrir vestan hafa æfingar farið fram í hinum rómaða Gamla skóla á Bíldudal og einnig í París, krúttlegu húsi við sjóinn á Bíldudal. Í Reykjavík hefur Þjóðleikhúsið verið svo elskulegt að hýsa okkur og þökkum við þeim sem og Bílddælingum fyrir skjólið. 

Frumsýnt verður sunnudaginn 25. september 2016 kl.14 í Selárdalskirkju.

Þegar ákveðið var að ráðast í þetta verkefni, fyrir rúmu ári síðan einmitt á Bíldudal, þá fylgdi það einnig kaupunum að frumsýnt yrði á söguslóðum. Að sjálfsögðu verður staðið við það því frumsýningin mun fara fram í hinni dásamlegu Selárdalskirkju í Arnarfirði. 

Rétt er að taka fram að aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða í Selárdal og það einungis 55 sæti í boði. Miðasala á sýninguna er hafin og fer aðeins fram á netinu.

Greiða þarf inná reikning Kómedíuleikhússins en miðaverðið er 3.000.- kr.

 

Reikningur: 0156 26 64

Kennitala: 640401 2650

 

Visamlegast merkið greiðsluna GÍSLI. Svo nú er ekkert annað að gera en að vinda sér inná heimabankann og panta miða á Gísla á Uppsölum í Selárdalskirkju sunnudaginn 25. september kl.14.00

Eftir frumsýningu er stefnan sett á leikferð um landið og verður fyrsti viðkomustaður Félagsheimilið á Þingeyri. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31