A A A
  • 1957 - Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir
  • 1979 - Þórhildur Björk Sigurðardóttir
  • 1984 - Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • 2004 - Eva Katrín Larsdóttir
Hjónin Julie Gasiglia hönnuður og Aron Ingi Guðmundsson rithöfundur og blaðamaður fluttu frá London til Patreksfjarðar á haustmánuðum 2016 í kjölfar þess að festa kaup á húsinu Merkissteini sem er afar reisulegt hús á Patreksfirði, byggt árið 1898. 

Húsið gerðu þau upp og opnuðu m.a. á milli rýma en sökum stærðarinnar ákváðu þau að nýta hluta hússins sem samkomu- og listarými. „Þetta hús er aðeins of stórt fyrir okkur svo við ákváðum að breyta tveimur svefnherbergjum sem voru á þessari hæð í Húsið. Húsið er samkomustaður. Þar hafa verið haldin námskeið og klúbbar eins og bókaklúbbur, ljósmyndaklúbbur sem og smakk- og vínylkvöld.“

Hugmyndin að baki samkomu- og listarýminu, sem þau nefna Húsið-house of creativity, segja þau hafa verið að tengja rými við hinn spapandi heim og þá hönnun sérstaklega. Mikilvægara töldu þau þó að tengjast samfélaginu á Patreksfirði betur svo úr varð samkomurými fyrir fólk til að koma saman, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

Húsið-house of creativity hefur hlotið góðar viðtökur meðal heimamanna og hafa Julie og Aron Ingi nú tekið næsta skref. Þau fengu leyfi til að nýta gamla verbúð á eyrinni á Patreksfirði sem 
síðast var notuð sem beitingaskúr. Rýmið fengu þau afhent í febrúar við tók strembin vinna við að standsetja rýmið. Í lok mars færðu þau starfsemi Hússins-house of creativity yfir í Verbúðina þar sem nú er starfrækt sýningarrými, verslun og vinnuaðstaða.

Rými sem þetta, Húsið-house of creativity, veitir bæjarlífinu aukið gildi, en menningarleg áhrif þess eru ómæld. Frekari upplýsingar um þetta spennandi verkefni má nálgast hér


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31