A A A
06.01.2015 - 07:03 | BIB,Morgunblaðið

Fundað verður í þrígang á Vestfjörðum

• Unnið að Sóknaráætlun 2015 til 2019
Komið er að stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015 til 2019 en slíkt er gert í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaga. Í áætluninni á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Haldnir verða þrír opnir fundir á Vestfjörðum til að safna og forgangsraða hugmyndum en öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni.

Mánudaginn 12. janúar verður fundað í Félagsheimilinu á Patreksfirði, þriðjudaginn 13. janúar verður fundað í Félagsheimilinu á Hólmavík og miðvikudaginn 14. janúar verður fundað í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Allir fundirnir hefjast klukkan 15. Uppkast að áætluninni verður birt á vefnum vestfirdir.is í framhaldi af fundunum og verður þá einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 6. janúar 2015

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31