A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Ólafur V. Þórðarson.
Ólafur V. Þórðarson.
« 1 af 2 »

Þar sem að nú er að ljúka grásleppuútgerð þetta árið er rétt að geta þess hér, að hún var ein sú besta sem menn muna eftir. Ég hafði tal af tveimur sem voru að taka upp net sín. Annar sagði að þetta hefði verið ágætt, hinn sagði að þetta hefði verið algert mok, aflinn verið 60 tonn, aldei verið eins.

   Þá er rétt að geta þess að sanddæluskipið Perla sem dælt hefur kalkþörungum upp úr Arnarfirði til vinnslu á Bíldudal er nú komið upp á kamb hér við Hafnarfjarðarhöfn. Bíður þess að vera skorið niður í brotajárn eftir að það sökk í Reykjavík eftir slipptöku þar.

 

   Einn var að koma að landi af strandveiðum með skammtinn og taldi að þeir munu verða stoppaðir af eftir þessa viku þar sem aflast hefur með besta móti þetta árið.

 

   Samkvæmt mínum athugunum hafa 17 rússatogarar komið hér og sótt sér ýmsa þjónustu svo sem olíu og veiðarfæri. Einnig landa þeir afla sínum ýmist í flutningaskip eða gáma. Nú er eitt slíkt hér og bíður eftir farmi.



Kveðja.
Ólafur V. Þórðarson  

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31