A A A
Elfar Rafn og kćrastan hans stíga dansspor. Mynd: Ernir Eyjólfsson
Elfar Rafn og kćrastan hans stíga dansspor. Mynd: Ernir Eyjólfsson

„Dans er mjög vinsæll á Íslandi um þessar mundir og það vantaði svona tækifæri fyrir fólk," segir Elfar Rafn Sigþórsson, formaður Háskóladansins. Háskóladansinn er dansfélag sem sett var á laggirnar árið 2007 og hefur notið mikilla vinsælda.

Elfar segir að þótt markhópur Háskóladansins sé háskólanemar úr öllum skólum landsins, þá séu allir velkomnir og raunar sé nokkuð stór hluti meðlima félagsins ekki í háskólanámi. Hann segir fólk ekki þurfa að mæta með dansfélaga, heldur sé algengara að einstaklingar mæti stakir.


„Við höfum þann háttinn á að allir dansa við alla. Það hefur gengið mjög vel," segir Elfar og játar því að Háskóladansinn sé kjörin veiðinýlenda fyrir fólk í makaleit. „Þetta er mjög góður staður til að hitta fólk af hinu kyninu. Það er mikið um það," segir Elfar og hlær.


Sumarnámskeið Háskóladansins hefst í næstu viku og á vefsíðu félagsins má lesa allt um það.

[Fyrir áhugamenn um ættfræði þá er Elfar Rafn Sigþórsson sonur Valdimars Elíassonar og Sonju Elínar Thompson]

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30