Ótrúlegar traðir á Dynjandisheiði eins og sjá má á mynd Brynjólfs Jónssonar frá Núpi sem fór heiðina í dag.
Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar komust í gegnum síðustu skaflana á Dynjandisheiði í dag og vegurinn fær en þó einbreiður þar sem ekki er búið að fullmoka.
Í gær opnaði Hrafnseyrarheiði. Vesturleiðin hefur ekki verið fær síðan 5. desember.
Leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar styttist úr 609 km í 173 km þegar heiðarnar opna.