A A A
 • 1995 - Arnar Logi Hákonarson
 • 2008 - Hrafnhildur Diljá Einarsdóttir
29.12.2015 - 19:50 | Hallgrímur Sveinsson

Brauđsúpa: - Uppskrift frá Leiđbeiningastöđ heimilanna

Brauđsúpa er einn vinsćlasti rétturinn hjá starfsfólki Landspítala og hefur veriđ svo um árabil. Myndin er af brauđsúpudiski ţađan. Ljósm. Heilsutorg.
Brauđsúpa er einn vinsćlasti rétturinn hjá starfsfólki Landspítala og hefur veriđ svo um árabil. Myndin er af brauđsúpudiski ţađan. Ljósm. Heilsutorg.

Innihald

 • 200 g rúgbrauð og aðrir brauðafgangar
 • ca 1 l vatn (bæði til að legga í brauðið í bleyti í elda brauðið í)
 • 2 - 3 msk púðursykur
 • 2 msk rúsínur eða kúrennur
 • ½ sítróna, safi og þunnar sneiðar
 • 2-3 dl maltöl
 • 1 kanilstöng eða kanilduft á hnífsoddi
 • örl. salt

 

Leiðbeiningar

 1. Brauðið er lagt í bleyti, þannig að brauðið blotni vel upp, gjarnan yfir nótt og geymt í ísskáp.
  Sett í pott, vatni bætt við og soðið við vægan hita þangað til brauðið leysist vel upp, (ágætt að stappa með kartöflustappara) og súpan/grauturinn verður jafn og kekkjalaus.
  Rúsínur og kanilstöng settar út í og soðið áfram og þynnt með maltölinu.
  Sykur og sítrónusafi ásamt sítrónusneiðum bætt í. Smakkað til með meiri sykri ef vill og örlitlu salti.
  Þynnt með meira af maltöli eftir smekk.

  Borin fram með þeyttum rjóma.
« Október »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31