A A A
  • 1932 - Ţórdís Jónsdóttir
01.05.2017 - 13:07 | Vestfirska forlagiđ,Björn Ingi Bjarnason,Bjarni Guđmundsson

Bjarni Guđmundsson .... minnist baráttudagsins 1. maí:

Bjarni Guđmundsson. Ljósm.: BIB
Bjarni Guđmundsson. Ljósm.: BIB

Það voru fleiri en verkamenn sem hann áttu hér áður fyrr meir: Heima á Kirkjubóli var það líka venja að leysa hrúta út þennan dag.

Hrútaskammirnar, þessir lengst af iðjulausu flatmagar, voru í Mið-Hólhúsinu. Við bræður vorum settir upp húskampinn svo við yrðu ekki fyrir er út kæmu kempurnar. Innifyrir gekk mikið á á meðan var verið að leysa þær eftir vetrarlanga innistöðu.

En svo spruttu dorrarnir út, ögn svefndrukknir og ruglaðir af birtunni í fyrstu. En svo fundu þeir taktinn og tóku til stéttarbaráttunnar, ruku að vísu í hvern sem var í byrjun, en tóku síðan að velja sér verðuga andstæðinga ... börðust vanalega af miklum þrótti framundir hádegið ...

... en þá fór einhverjir þeirra að taka eftir gróðurnálunum unir torfveggnum og með Gufulæknum - þær nægðu til þess að deyfa baráttuandann (...rétt eins og fara gerist hjá fleirum ) ...

... samt reyndu dorrar að hnuðla hver í annan fram eftir degi, margir sárir orðnir og fleiðaðir á haus og hnakka ... Rauðlitaðir við hæfi dagsins aftur á bóga ...

En svo kom að því að þeir fundu sameiginlegan óvin: Símastaurinn framan við Hólhúsið. Og þar stóðu þeir og hnuðluðust í staurnum. Væri sólskin ötuðust þeir tjöru sem úr staurnum lak - og það voru móðir blóðugir bekrar sem boðið var til húss að kveldi... Kviðir þeirra fylltust og baráttan gleymdist - um stund.

En símastaurinn kenndi hrútanna hvert vor, og hefði jarðsíminn ekki verið fundinn upp væri löngu orðið símasambandslaust við Kirkjuból; staurinn væri fallinn af sliti í alinar hæð ...

Stéttarbarátta er nefnilega hvorki grín né afleiðingalaust "foretagende" (fyrir-tak).

Gleðilega hátíð.


« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30