A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
02.12.2015 - 20:08 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Banki allra landsmanna 2. grein: - Það væri mikil hagræðing að flytja þetta lið eins og það leggur sig á mölina!

Bjarni G. Einarsson.
Bjarni G. Einarsson.
« 1 af 3 »

   Við könnumst við orðið hagræðing. Mikil hagræðing hefur til dæmis orðið innan bankakerfisins með svonefndum Heimabanka. Það vita allir. En þeim sem ekki hafa slíkt apparat í höndum er bara hagrætt út af borðinu. Til dæmis 1/3 íbúanna í Dýrafirði, sem margir eiga háar upphæðir í bankanum sínum.

   Fróðir menn segja að vaxtamunur á Íslandi í dag sé 5% til 6%. Jæja. Setjum sem svo að Dýrfirðingar eigi 500 milljónir króna sem Landsbankinn er að sveitast í að ávaxta fyrir þá. Ef við miðum við 5% vaxtamun þá er bankinn að hala inn á Dýrfirðingum 25 milljónir. Ef við miðum við 1000 milljónir, sem er nú satt að segja líklegri tala, er hann að fá 50 milljónir fyrir snúð sinn, miðað við sömu forsendur. Svo segist bankinn tapa á Dýrfirðingum. Gaman væri að sjá það tap sundurliðað. En trúlega fellur það undir svokallaða bankaleynd! Svo er auðvitað mikil þjóðhagsleg hagræðing fólgin í því að aka 100 km leið ef menn vantar skotsilfur. Kannski í snarvitlausu veðri og ófærð.Við sveitamenn höfum ekki gáfur til að skilja slíka ofurhagræðingu. Lái okkur hver sem vill.

 

Hagræðing og hagvöxtur eru skemmtileg orð

   Með viku fyrirvara er ákveðið að skella í lás á Þingeyri og reyndar Suðureyri og Bolungarvík líka án þess að tala við nokkurn mann. Svo neyðist bankinn eftirá til að opna eina klukkustund í viku, þegar hann sér hvernig eigendur hans taka á málinu. Láta ekki allt yfir sig ganga. Þetta eru náttúrlega stórmerkilegir starfshættir hjá almannafyrirtæki. Allt í nafni hagræðingar. Já, hagræðing og hagvöxtur. Skemmtileg orð. Skyldi þetta vera arðbært? Það er hin klassíska spurning. En jafnvægi í byggð landsins? Má ekki. Það á að flytja þetta lið eins og það leggur sig á mölina. Miklu ódýrara. Það væri sko hagræðing í lagi! 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31