A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
30.09.2015 - 07:47 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

Akfært fyrir Dýrafjörð

Emil R. Hjartarson.
Emil R. Hjartarson.

Ólöf Nordal, hinn ágæti innanríkisráðhera okkar, á annríkt við borðaklippingar og sprengingar vegna vegabóta--- það er séð í gegn um fingur við hana þótt hún hafi ekki sprengingaleyfi, gleðin yfir framkvæmdunum yfirskyggir.

Í september árið 1954 var lokið merkum áfanga í vegagerð á Vestfjörðum. Vinnuflokkur Þorsteins Ólafssonar lauk tengingu við veg sem þá var kominn út fyrir brúna á Hvalláturdalsá. Þar með akfært fyrir Dýrafjörð.

Síðasti kaflinn, yfir Ófæruna, hafði reynst e
rfiður viðfangs vegna aurbleytu , gekk illa þangað til fenginn var "tíuhjóla trukkurinn" sem var til á Flateyri með drif á öllum þrem hásingunum. Hann flutti möl í svaðið svo öðrum vörubílum varð fært. Þennan GMC trukk (gemsar voru þeir kallaðir) áttu ýmsir. Þegar þetta var minnir mig að Þórður Sveins og Gunnar á Vífilsmýrum hafi átt hann. Í dagslok, kl 19, voru nokkrir metrar eftir. Þorsteinn verkstjóri leyfði okkur að klára um kvöldið. Það var ekki klippt á borða, kannske ekki búið að finna þess konar serímoníu upp. Hins vegar fórum við á einum vörubíl til Þingeyrar, stóðum á pallinum meðan ekið var niður á pláss og höfðum hátt..

Þessi innreið vakti athygli. Nú vissu Þingeyirngar að akfært var fyrir Dýrafjörð. Mikið var þó enn óunnið, Botnsáin óbrúuð en tekin gegn um ræsi---menn vissu að þar var tjaldað til einnar nætur. Sömuleiðis var vegurinn innan við Kjaransstaði og um Drangahlíð inn í Botn af vanefnum gerður, lítið meira en akfær ruðningur. 

Við vorum að vísu ekki fyrstir til að aka fyrir Dýrafjörð--það gerði Óskar á Kjaransstöðum á vörubíl sínum--skrönglaðist einhvern veginn eftir leirum undir Ófærunni með bílinn á dráttarvélakeðjum og komst í tjaldbúðir á Valseyri.
Hann lét sér ekki margt fyrir brjósti brenna sá karl frekar en Elís Kjaran, bróðir hans.

 

Af Facebokk-síðu Emils R. Hjartarsonar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31