07.09.2017 - 17:46 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Ævintýri dagsins: - Allt á ferð og flugi í Borgarfirði!
Fulltrúar Auðkúluhrepps voru á ferð í Borgarfirði í gær. Þar var allt á ferð og flugi. Þá tóku þeir mynd af stöðu mála í Ævintýri dagsins. Hún skýrir sig að öllu leyti sjálf.
Mönnum varð hugsað til gamla bóndans á Hjallkárseyri, Hákonar J. Sturlusonar, áður á Borg. Það var einmitt um þetta leyti árs sem hann var stundum að slá að kvöldi dags með orfi og ljá á Rauðsstöðum. Gárungarnir sögðu að hann hefði notast við pípuglóðina til að sjá slægjuna betur! Hann hefði sjálfsagt orðið hissa á öllu þessu brambolti á sínum slóðum.
En svona er bara lífið!