A A A
11.08.2017 - 11:36 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Act alone

ATVINNUTÆKIFÆRI LISTAMANNA UTAN HÖFUÐBORGARINNAR

Elfar Logi Hannesson leikari og stjórnandi hátíðarinnar Act Alone. Hér sem Gísli Súrsson.
Elfar Logi Hannesson leikari og stjórnandi hátíðarinnar Act Alone. Hér sem Gísli Súrsson.

Í dag, föstudaginn 11. ágúst 2017, kl. 16:00 hefst á Suðureyri opin ráðstefna um atvinnutækifæri listamanna á landsbyggðinni, ráðstefnan er hluti dagskrár einleikjahátíðarinnar Act alone.

 

Í umfjöllun um ráðstefnuna á vef Act alone segir.

 

Þegar fjallað er um atvinnulífið í opinberum skýrslum eða rannsóknum félagsvísindanna koma oftar en ekki í ljós veikleikar sem flestir virðast sammála um að þurfi að lagfæra. Þar er áberandi einhæfni atvinnulífsins, sérstaklega á dreifbýlli svæðum, og lögð áhersla á mikilvægi þess að aukið verði við fjölbreytnina, enda almennt talið að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf sé grundvöllur þess að ungt fólk vilji setjast að á landsbyggðinni.

 

En viðleitni stjórnvalda til að hafa áhrif á kraftinn og fjölbreytnina í atvinnulífinu hefur ekki skilað ásættanlegum árangri fram til þessa. Ýmsar leiðir til úrbóta hafa verið kannaðar og undanfarið hefur mátt greina sameiginlegar áherslur stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þar sem horft hefur verið til möguleika nýsköpunar, rannsókna og þróunar. Í því sambandi er oftar en ekki vísað til þess geira atvinnulífsins sem kallaður hefur verið SKAPANDI GREINAR. Listamenn hafa staldrað við framsetningu stjórnvalda á hugmyndum um eflingu SKAPANDI GREINA og telja óljóst hvort LISTIRNAR tilheyri því mengi sem þar er vísað er til. En í öllu falli blasir það við að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf er sameiginlegt viðfangsefni stjórnvalda og atvinnulífsins og í ljósi þess að listamenn bera uppi hluta þess geira sem telst til SKAPANDI GREINA hafa Bandalag íslenskra listamanna og leiklistarhátíðin ACT ALONE ákveðið að efna til málþings þar sem horft verður til listgreinanna sem burðarstoða í fjölbreyttu atvinnulífi og skoðaðir möguleikar listamanna til að starfa á atvinnugrundvelli utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Frummælendur á málþinginu verða:

Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar,
Karna Sigurðardóttir forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar
og Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri.

Auk þeirra verða þátttakendur í pallborðsumræðum:
Halldór  Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi í Reykjavík
og Elfar Logi Hannesson leikari og stjórnandi hátíðarinnar Act Alone.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Gísli H. Halldórsson setur þingið og fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna.

 

Act alone hófst í gær og var gríðargóð mæting og veðrið skartaði sínu fegursta í Súgandafirði.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30