11.05.2017 - 17:05 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason
11. maí 1921 - Vökulögin voru samþykkt á Alþingi
Vökulögin voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921.
Samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum,“ en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólarhringa.
Hvíldartíminn var lengdur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955.
Morgunblaðið 11. maí 2017 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.